Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:53 Langþráður draumur William Shatner, sem fór með hlutverk kafteinsins James T. Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, rætist síðar í mánuðinum. Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. „Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021 Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
„Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021
Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16