Enski boltinn

E­ver­ton vill fá Van de Beek

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donny van de Beek hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Man United. Það gæti hins vegar verið pláss fyrir hann á miðju Everton.
Donny van de Beek hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Man United. Það gæti hins vegar verið pláss fyrir hann á miðju Everton. Getty

Mögulegt er að enska knattspyrnufélagið Everton geri tilboð í hollenska miðjumanninn Donny Van de Beek í janúar. Miðjumaðurinn hefur ekki fengið mikið að spila hjá Manchester United síðan hann gekk í raðir félagsins sumarið 2020.

Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton er spenntur fyrir því að fá samlanda sinn til félagsins. Hefur hann staðfest að Everton hafi reynt að fá Van de Beek frá Man United í sumar. Hann útilokar ekki að félagið geri aðra tilraun er félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

„Við vorum með hann á blaði hjá okkur í sumar. Við sendum fyrirspurn á Man Utd í sumar en þeir sögðu að hann væri ekki til sölu. Undir lok gluggans hringdi umboðsmaður hans í mig og sagði að það væri möguleiki að fá hann á láni en United hætti við á síðustu stundu,“ sagði Brands.

Van de Beek hefur ekki fengið mörg tækifæri með Man Utd það sem af er tímabili og hefur hann til að mynda aðeins spilað sex mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk sénsinn gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu og svo West Ham United í deildarbikarnum, báðir leikirnir töpuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×