Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 18:52 Undirbúningsnefnd kom saman í dag á fyrsta fundi sínum eftir kosningar. vísir/egill Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira