„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 4. október 2021 18:55 Davíð Kristinsson er varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu. Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu.
Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29