„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 11:31 Laugardalshöll var græn 15. febrúar 2020 þegar Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Nú þarf körfuknattleiksdeild félagsins á sjálfboðaliðum að halda til að starfsemi deildarinnar verði ekki lögð niður. vísir/daníel Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“ Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum