FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 22:45 Larry Nassar afplánar nú jafngildi lífstíðardóms í fangelsi fyrir brot sín gegn fjölda fimleikakvenna. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12
Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17