FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 22:45 Larry Nassar afplánar nú jafngildi lífstíðardóms í fangelsi fyrir brot sín gegn fjölda fimleikakvenna. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12
Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17