Hjaltalín - ∞ tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2021 09:00 Hjaltalín - ∞ hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands í dag. Ásýnd „Hjaltalín - ∞“ eftir grafíska hönnuðinn Sigurð Oddsson, myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðinn Gabríel Benedikt Bachmann hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! Í umsögn dómnefndar segir: „Fyrir ásýnd „Hjaltalín - ∞“, fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar Hjaltalín, veltir Sigurður Oddsson, grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi verksins, upp hugmyndum um varanleika og hlutgervingu tónlistar í samtali og samvinnu við myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðinn Gabríel Benedikt Bachmann. Hér er hljóðheimur sköpunar hlutgerður sem úlfabarn í formi höggmyndar úr basalti sem er jafnframt teiknuð og vistuð í þrívíðu stafrænu formi – til þess að hámarka líftíma og auðvelda birtingarmyndir á ólíkum miðlum. Myndræn framsetning plötunnar gengur afar vel upp; samspil ljóss og skugga skapar einstaka kyrrð og hlýju, leturval er við hæfi og táknróf plötunnar vísar smekklega í gyllta plötu Voyager geimfarsins. Hönnun „Hjaltalín - ∞“ er heildrænt verk og metnaðarfullur minnisvarði til framtíðar.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau hér á Vísi næstu daga. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021: Hjaltalín - Um verkefnið: Ásýnd Hjaltalín ∞ byggir á vangaveltum Sigurðar Oddssonar og hljómsveitarinnar um varanleika og hljómplötu sem einskonar afkvæmi tónlistarmannanna sem hana skapa. Þessar hugmyndir leiddu af sér ímyndaðan höggmyndagarð þar sem úlfsungi er þungamiðjan, meitlaður úr steini og staðsettur við Úlfarsfell. Úlfurinn var teiknaður upp með tilvísanir í egypska guðinn Anubis og 3D skönn af ófæddum börnum í móðurkviði. Þá var hann höggvin í basalt af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni og kom meðal annars fram við útgáfutónleika plötunnar. Úlfurinn var síðan skannaður og færður í stafrænt þrívítt form af Gabríel Bachmann, og þannig tryggt algeran varanleika bæði í stafrænu formi og í raunheimum. Um hönnuðina: Sigurður Oddsson er grafískur hönnuður sem eftir útskrift frá LHÍ 2008 hefur unnið náið með tónlistarfólki við gerð plötuumslaga og ásýnd þeirra. Samhliða því hefur hann unnið sem hönnuður og hönnunarstjóri og sérhæft sig í ímyndar- og ásýndarhönnun fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Í dag starfar hann bæði sjálfstætt og sem yfirhönnuður á hönnunarstofunni Hugo & Marie í New York. Gabríel Bachmann er hreyfi- og þrívíddarhönnuður sem hefur unnið mikið við gerð tónlistarmyndbanda og hreyfihönnun fyrir tónleika. Hann hefur myndgert tónlist fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hann stundar eins og er framhaldsnám við Truemax skólann í Kaupmannahöfn. Matthías Rúnar Sigurðsson er myndhöggvari og gerir höggmyndir sínar úr stein. Hann hjó fyrst í stein árið 2009 og síðan þá hefur hann gert fjölmargar höggmyndir og haldið sýningar m.a. í Safnasafninu og í Ásmundarsafni. Síðan árið 2018 hefur Matthías unnið að höggmyndum í garðinum fyrir utan Ásmundarsal. Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins . Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir MAGNEA - Made in Reykjavík tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, Made in Reykjavík hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi. 5. október 2021 09:01 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! Í umsögn dómnefndar segir: „Fyrir ásýnd „Hjaltalín - ∞“, fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar Hjaltalín, veltir Sigurður Oddsson, grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi verksins, upp hugmyndum um varanleika og hlutgervingu tónlistar í samtali og samvinnu við myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðinn Gabríel Benedikt Bachmann. Hér er hljóðheimur sköpunar hlutgerður sem úlfabarn í formi höggmyndar úr basalti sem er jafnframt teiknuð og vistuð í þrívíðu stafrænu formi – til þess að hámarka líftíma og auðvelda birtingarmyndir á ólíkum miðlum. Myndræn framsetning plötunnar gengur afar vel upp; samspil ljóss og skugga skapar einstaka kyrrð og hlýju, leturval er við hæfi og táknróf plötunnar vísar smekklega í gyllta plötu Voyager geimfarsins. Hönnun „Hjaltalín - ∞“ er heildrænt verk og metnaðarfullur minnisvarði til framtíðar.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau hér á Vísi næstu daga. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021: Hjaltalín - Um verkefnið: Ásýnd Hjaltalín ∞ byggir á vangaveltum Sigurðar Oddssonar og hljómsveitarinnar um varanleika og hljómplötu sem einskonar afkvæmi tónlistarmannanna sem hana skapa. Þessar hugmyndir leiddu af sér ímyndaðan höggmyndagarð þar sem úlfsungi er þungamiðjan, meitlaður úr steini og staðsettur við Úlfarsfell. Úlfurinn var teiknaður upp með tilvísanir í egypska guðinn Anubis og 3D skönn af ófæddum börnum í móðurkviði. Þá var hann höggvin í basalt af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni og kom meðal annars fram við útgáfutónleika plötunnar. Úlfurinn var síðan skannaður og færður í stafrænt þrívítt form af Gabríel Bachmann, og þannig tryggt algeran varanleika bæði í stafrænu formi og í raunheimum. Um hönnuðina: Sigurður Oddsson er grafískur hönnuður sem eftir útskrift frá LHÍ 2008 hefur unnið náið með tónlistarfólki við gerð plötuumslaga og ásýnd þeirra. Samhliða því hefur hann unnið sem hönnuður og hönnunarstjóri og sérhæft sig í ímyndar- og ásýndarhönnun fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Í dag starfar hann bæði sjálfstætt og sem yfirhönnuður á hönnunarstofunni Hugo & Marie í New York. Gabríel Bachmann er hreyfi- og þrívíddarhönnuður sem hefur unnið mikið við gerð tónlistarmyndbanda og hreyfihönnun fyrir tónleika. Hann hefur myndgert tónlist fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hann stundar eins og er framhaldsnám við Truemax skólann í Kaupmannahöfn. Matthías Rúnar Sigurðsson er myndhöggvari og gerir höggmyndir sínar úr stein. Hann hjó fyrst í stein árið 2009 og síðan þá hefur hann gert fjölmargar höggmyndir og haldið sýningar m.a. í Safnasafninu og í Ásmundarsafni. Síðan árið 2018 hefur Matthías unnið að höggmyndum í garðinum fyrir utan Ásmundarsal. Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins .
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir MAGNEA - Made in Reykjavík tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, Made in Reykjavík hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi. 5. október 2021 09:01 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
MAGNEA - Made in Reykjavík tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, Made in Reykjavík hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi. 5. október 2021 09:01