Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 14:01 Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Valsliðinu í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira