Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:31 Daniela Wallen er að fara að spila sitt þriðja tímabil í röð með Keflavíkurliðinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum