Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2021 19:20 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóli Íslands. Vísir/Egill Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.” Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.”
Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12