Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 24-26 | Fyrsti sigur Aftureldingar á tímabilinu Hólmar Höskuldsson skrifar 10. október 2021 22:56 Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Afturelding sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar að liðið heimsótti Selfyssinga í Set-höllina í Olís-deild kara í kvöld. Lokatölur 26-24, en Selfyssingar hafa nú tapað þrem af fyrstu fjórum leikjum sínum. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Aftureldingar þrátt fyrir heiðarlega tilraun Selfyssinga upp undir lok leiksins til þess að jafna en meir um það á eftir. Marka hæstu menn leiksins voru þeir Ragnar Jóhannsson með sex mörk og Hergeir Grímsson með fimm mörk í liði Selfoss. Guðmundur Bragi Ástþórsson var síðan atkvæðamestur í liði Aftureldingar með sjö mörk, þar af fjögur úr vítum þar sem hann var með 100 prósent nýtingu og Árni Bragi Eyjólfsson var síðan með fjögur mörk, aðrir skoruðu minna. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og átti sú setning gífurlega við nokkurn vegin allan fyrri hálfleikin. Fram að 25. mínútu leiksins varð munurinn á milli liðanna aldrei meiri en tvö mörk, Selfyssingar tóku góða rullu seinnipart fyrri hálfleiks og komust mest í þriggja marka forystu 14-11. Eftir það tóku Aftureldingarmenn sig saman og skoruðu síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks fóru liðin því jöfn inn í hann 14-14. Í seinni hálfleik virtist þetta ætla fara í sama farvegin og í þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að hafa í kringum tveggja marka forystu. En þá tók við gífurleg marka þurrð hjá báðum liðum fram að miðbiki seinni hálfleiks og náði Afturelding þá að auka forystuna í mest fimm mörk sem gaf þeim smá andrúm fyrir seinni part síðari hálfleiksins. Selfoss gerði síðan gífurlega gott áhlaup rétt undir lok leiksins en blanda af óheppni og vafasömum dómum lét þá drauma Selfyssinga fara um þúfur. Af hverju vann Afturelding? Það sem gaf Aftureldingu tækifærið til þess að sigra þennan leik sem þeir gerðu svo, var klárlega vörn þeirra í seinni hálfleiksins í blöndu við temmilega frammistöðu Andra Scheving í markinu. En Selfyssingar skoruðu bara tíu mörk allan seinni hálfleikin og þar af komu sex þeirra á síðustu tíu mínútunum. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var klárlega Vilius Rasimas sem varði 17 skot í marki Selfyssinga með ríflega 41 prósent markvörslu. En Vilius var stór partur af því að munurinn var ekki meiri en tvö mörk í lok leiks eftir slakan sóknarleik Selfyssinga í seinni hálfleiknum. Hvað gekk illa? Bæði lið spiluðu flottan leik í fyrri hálfleik og gekk leikurinn fremur smurt þar. Seinni hálfleikurinn var hins vegar önnur saga, þar átti sókn Selfoss manna gífurlega erfitt uppdráttar þó að sókn Aftureldingar hafi heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir náðu þeir yfirleitt að vera skrefinu á undan. Hvað gerist næst? Afturelding á Gróttu heima fyrir og geta freistað þess að tvöfalda sigra sína í deildinni þar sem þessi leikur var þeirra fyrsti sigur. Selfoss tekur hins vegar á móti RK Ormoz í Evrópudeildinni næstu helgi og freista þess að komast áfram þar og auglýsa Íslenskan handbolta útá við Gunnar Magnússon: „Gott að ná þessu í 5 mörk og eiga smá buffer fyrir þetta upp undir lokin“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með fyrsta sigur tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon var ánægður með leik sinna manna sér í lagi markvörslu og vörnina í seinni hálfleik. „Gott að ná þessu í 5 mörk og eiga smá buffer fyrir þetta upp undir lokin,“ sagði Gunnar eftir leikinn, en þessi fimm mörk náðu að halda aftur áhlaupi Selfyssinga síðustu fimm mínúturnar og tryggja þeim sigurinn. Hann var síðan frekar hlutlaus hvað dómgæsluna varðaði en honum fannst leikurinn einfaldlega vera stál í stál og dómararnir hafi verið á ekkert síðra plani en leikmennirnir. Vörnin í lokin, Andri í markinu og nokkur auðveld mörk í bakið í kjölfar þess var sem honum fannst síðan vinna leikin Olís-deild karla UMF Selfoss Afturelding
Afturelding sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar að liðið heimsótti Selfyssinga í Set-höllina í Olís-deild kara í kvöld. Lokatölur 26-24, en Selfyssingar hafa nú tapað þrem af fyrstu fjórum leikjum sínum. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Aftureldingar þrátt fyrir heiðarlega tilraun Selfyssinga upp undir lok leiksins til þess að jafna en meir um það á eftir. Marka hæstu menn leiksins voru þeir Ragnar Jóhannsson með sex mörk og Hergeir Grímsson með fimm mörk í liði Selfoss. Guðmundur Bragi Ástþórsson var síðan atkvæðamestur í liði Aftureldingar með sjö mörk, þar af fjögur úr vítum þar sem hann var með 100 prósent nýtingu og Árni Bragi Eyjólfsson var síðan með fjögur mörk, aðrir skoruðu minna. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og átti sú setning gífurlega við nokkurn vegin allan fyrri hálfleikin. Fram að 25. mínútu leiksins varð munurinn á milli liðanna aldrei meiri en tvö mörk, Selfyssingar tóku góða rullu seinnipart fyrri hálfleiks og komust mest í þriggja marka forystu 14-11. Eftir það tóku Aftureldingarmenn sig saman og skoruðu síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks fóru liðin því jöfn inn í hann 14-14. Í seinni hálfleik virtist þetta ætla fara í sama farvegin og í þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að hafa í kringum tveggja marka forystu. En þá tók við gífurleg marka þurrð hjá báðum liðum fram að miðbiki seinni hálfleiks og náði Afturelding þá að auka forystuna í mest fimm mörk sem gaf þeim smá andrúm fyrir seinni part síðari hálfleiksins. Selfoss gerði síðan gífurlega gott áhlaup rétt undir lok leiksins en blanda af óheppni og vafasömum dómum lét þá drauma Selfyssinga fara um þúfur. Af hverju vann Afturelding? Það sem gaf Aftureldingu tækifærið til þess að sigra þennan leik sem þeir gerðu svo, var klárlega vörn þeirra í seinni hálfleiksins í blöndu við temmilega frammistöðu Andra Scheving í markinu. En Selfyssingar skoruðu bara tíu mörk allan seinni hálfleikin og þar af komu sex þeirra á síðustu tíu mínútunum. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var klárlega Vilius Rasimas sem varði 17 skot í marki Selfyssinga með ríflega 41 prósent markvörslu. En Vilius var stór partur af því að munurinn var ekki meiri en tvö mörk í lok leiks eftir slakan sóknarleik Selfyssinga í seinni hálfleiknum. Hvað gekk illa? Bæði lið spiluðu flottan leik í fyrri hálfleik og gekk leikurinn fremur smurt þar. Seinni hálfleikurinn var hins vegar önnur saga, þar átti sókn Selfoss manna gífurlega erfitt uppdráttar þó að sókn Aftureldingar hafi heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir náðu þeir yfirleitt að vera skrefinu á undan. Hvað gerist næst? Afturelding á Gróttu heima fyrir og geta freistað þess að tvöfalda sigra sína í deildinni þar sem þessi leikur var þeirra fyrsti sigur. Selfoss tekur hins vegar á móti RK Ormoz í Evrópudeildinni næstu helgi og freista þess að komast áfram þar og auglýsa Íslenskan handbolta útá við Gunnar Magnússon: „Gott að ná þessu í 5 mörk og eiga smá buffer fyrir þetta upp undir lokin“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með fyrsta sigur tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon var ánægður með leik sinna manna sér í lagi markvörslu og vörnina í seinni hálfleik. „Gott að ná þessu í 5 mörk og eiga smá buffer fyrir þetta upp undir lokin,“ sagði Gunnar eftir leikinn, en þessi fimm mörk náðu að halda aftur áhlaupi Selfyssinga síðustu fimm mínúturnar og tryggja þeim sigurinn. Hann var síðan frekar hlutlaus hvað dómgæsluna varðaði en honum fannst leikurinn einfaldlega vera stál í stál og dómararnir hafi verið á ekkert síðra plani en leikmennirnir. Vörnin í lokin, Andri í markinu og nokkur auðveld mörk í bakið í kjölfar þess var sem honum fannst síðan vinna leikin
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti