Konur sem kæra kynferðisbrot eru oft sakaðar um tepruskap Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. október 2021 21:39 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir marga nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu til samtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Oft er talað niður til þeirra sem stíga fram og greina frá kynferðislegu ofbeldi að sögn talskonu Stígamóta. Fjölmörg dæmi eru um að konur sem kæra kynferðisbrot séu sakaður um tepruskap og óþarfa dramatík. Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira