Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:00 Allan Saint-Maximin og liðsfélagar í Newcastle United eru komnir með nýja eigendur. Ian MacNicol/Getty Images Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51
Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31
Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00