Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 11:37 Texasríki fær um sinn að halda til streitu lögum sem takmarka verulega réttindi kvenna til þungunarrofs. Áfrýjunardómstóll kvað upp úrskurð þess efnis í gær, en ríkisstjórn Joe Bidens hefur frest fram á þriðjudag til að bregast við. Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. Lögin sem um ræðir tóku fyrst gildi fyrsta september og voru strax fordæmd um allt land og víða um heim enda eru þau sú ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim er þungunarrof ólöglegt allt frá því fyrst mælist hjartsláttur í fóstri, sem er jafnan eftir um sex vikna meðgöngu. Engar undantekningar eru veittar, jafnvel þótt þungunin komi til vegna nauðgunar eða sifjaspells. Almennir borgarar geta kært veitendur þjónustu fyrir brot á lögunum, sem og alla þá sem hvetur eða aðstoðar konu við að leita þjónustunnar. Kærendur þurfa ekki að tengjast konunni með neinum hætti til að kæra, en leiði kæran til sakfellingar eiga kærendur engu að síður rétt á tíu þúsund dala miskabótum. Í frétt AP kemur fram að sé litið til síðasta árs voru 55 þúsund þungunarrofsaðgerðir gerðar í ríkinu, en einungis um 15% þeirra voru gerðar á sjöttu viku eða fyrr. Alríkisdómari, sem skipaður var í forsetatíð Barack Obama, ógilti lögin á miðvikudag, með þeim rökum að lögin gengu gegn stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 1992 að ríki gætu ekki bannað þungunarrof fyrr en fóstur gæti lifað utan legs, sem er um tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu. Yfirvöld í Texas lýstu því strax yfir að þau hygðust áfrýja þessum úrskurði, en áfrýjunardómstóllinn sem tók málið fyrir er skipaður íhaldssömum dómurum. Sem fyrr sagði, samþykkti áfrýjunardómstóllinn beiðni Texas um að leyfa lögunum aftur að taka gildi, um stundarsakir hið minnsta, og gaf ríkisstjórn Joe Bidens forseta frest fram á þriðjudag til að bregðast við. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. 20. september 2021 22:45 Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9. september 2021 20:31 Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5. september 2021 21:28 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Lögin sem um ræðir tóku fyrst gildi fyrsta september og voru strax fordæmd um allt land og víða um heim enda eru þau sú ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim er þungunarrof ólöglegt allt frá því fyrst mælist hjartsláttur í fóstri, sem er jafnan eftir um sex vikna meðgöngu. Engar undantekningar eru veittar, jafnvel þótt þungunin komi til vegna nauðgunar eða sifjaspells. Almennir borgarar geta kært veitendur þjónustu fyrir brot á lögunum, sem og alla þá sem hvetur eða aðstoðar konu við að leita þjónustunnar. Kærendur þurfa ekki að tengjast konunni með neinum hætti til að kæra, en leiði kæran til sakfellingar eiga kærendur engu að síður rétt á tíu þúsund dala miskabótum. Í frétt AP kemur fram að sé litið til síðasta árs voru 55 þúsund þungunarrofsaðgerðir gerðar í ríkinu, en einungis um 15% þeirra voru gerðar á sjöttu viku eða fyrr. Alríkisdómari, sem skipaður var í forsetatíð Barack Obama, ógilti lögin á miðvikudag, með þeim rökum að lögin gengu gegn stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 1992 að ríki gætu ekki bannað þungunarrof fyrr en fóstur gæti lifað utan legs, sem er um tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu. Yfirvöld í Texas lýstu því strax yfir að þau hygðust áfrýja þessum úrskurði, en áfrýjunardómstóllinn sem tók málið fyrir er skipaður íhaldssömum dómurum. Sem fyrr sagði, samþykkti áfrýjunardómstóllinn beiðni Texas um að leyfa lögunum aftur að taka gildi, um stundarsakir hið minnsta, og gaf ríkisstjórn Joe Bidens forseta frest fram á þriðjudag til að bregðast við.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. 20. september 2021 22:45 Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9. september 2021 20:31 Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5. september 2021 21:28 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01
Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. 20. september 2021 22:45
Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9. september 2021 20:31
Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5. september 2021 21:28
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40