Lífið

Fór á skeljarnar beint fyrir framan vef­mynda­vél

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er af vefmyndavél RÚV.
Myndin er af vefmyndavél RÚV. RÚV

Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag.

Á vefmyndavél RÚV sást ástfanginn maður krjúpa niður á hné og bera upp bónorð á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli upp úr klukkan tvö í dag. 

Klippa: Bónorð í beinni útsendingu

Ekki er hægt að fullyrða hvort svarað hafi verið játandi, en jákvæð viðbrögð á myndbandinu virðast sterklega gefa til kynna að parið hafi farið hið ánægðasta af vettvangi gosstöðvanna.

Gosstöðvarnar virðast eftirsóttur staður til að bera upp bónorð. Þannig hafa ófáar fréttir verið sagðar af því þegar fólk nýtir stórbrotið umhverfi gosstöðvanna fyrir þetta mikilvæga augnablik. 


Tengdar fréttir

Biðin eftir bón­orðinu endaði við gos­stöðvarnar

Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal.

Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega

„Ég var alltaf með einhverja svona bíómyndasenu í huga og þetta var búið að vera á planinu í smá tíma, ég hafði bara aldrei fundið rétta tímann. Svo byrjaði bara að gjósa,“ segir hinn nýtrúlofaði Ásmundur Þór Kristmundsson í samtali við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×