Moon, 66 Questions hlýtur Gyllta lundann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. október 2021 18:06 Verðlaunagripirnir í ár. RIFF Fransk-gríska kvikmyndin Moon, 66 Questions eftir Jacqueline Lentzou hlaut Gyllta lundann, meginverðlaun RIFF, í ár, en hátíðin var haldin í átjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Verðlaunin voru afhent á verðlaunaafhendingu hátíðarinnar sem fór fram í Bókabúð Máls og Menning kl. 17 en Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sleit hátíðinni með formlegum hætti. Alls voru veitt sex verðlaun, þar á meðal hlaut Frjálsir menn (Frie Mænd) eftir Óskar Kristin Vignisson verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Verðlaun unga fólksins voru veitt í fyrsta sinn en einnig voru veitt sérstök NFT samhliða hverjum verðlaunagrip og er RIFF þarmeð fyrsta kvikmyndahátíð veraldar til að stíga inn í stafræna metaheiminn. Moon, 66 Questions Umsögn dómnefndar um vinningsmyndina Moon, 66 Questions „Moon, 66 Questions er verk sem dregur upp marglaga og heillandi mynd af ást og sáttum, leyndarmálum og sársakafullum sannleika, fjölskyldutengslum og seinunnu frelsi. Kvikmynd sem er ekki hrædd við að taka áhættu, í senn beitt og einlæg, leikstýrt með sérstæðri sýn og ljáð lífi með hugrökkum og hrífandi leikframmistöðum.“ Gyllti lundinn er veittur í keppnisflokknunum Vitrunum, sem saman stendur af fyrstu eða annarri kvikmynd leikstjóra. Dómnefnd Vitrana skipuðu Trine Dyrholm, leikkona og heiðursgestur RIFF, Yorgos Krassakopoulos, dagskrárstjóri alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku, Gagga Jónsdóttir, kvikmyndagerðarkona, Aníta Bríem, leikkona, og Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Trine Dyrholm Úr keppnisflokknum Vitrunum hlutu einnig sérstaka viðurkenningu dómnefndar kvikmyndirnar Wild Men (Vildmænd) eftir Thomas Daneskov og Clara Sola eftir Nathalie Álvarez Mesén. Clara Sola hlaut einnig útnefningu Dómnefnd unga fólksins. Wild Men Verðlaun í dagskrárflokknum Önnur framtíð hlaut Zinder eftir Aicha Macky. Flokkurinn Önnur framtíð saman stendur af heimildarmyndum sem fjalla á einn eða annan hátt um umhverfis- og/eða mannréttindamál. Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson var valin besta íslenska nemamyndin og Síðasti séns eftir Ástu Sól Kristjánsdóttur hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar í þeim flokki. Verðlaun sem besta mynd í flokki alþjóðlegra stuttmynda hluta Strangers eftir Nora Longatti en sérstaka viðurkenningu dómnenfda í sama flokki hlaut State of Elevation eftir Isabelle Prim. Verðlaun Gullna Eggsins, stuttmynda þátttakenda kvikmyndasmiðju RIFF „Talent Lab“. hlaut Drowning Goat eftir Sebastian Johansson Micci. The Drowning Goat Allar kvikmyndirnar má sjá á RIFF HEIMA (watch.riff.is), þar sem áhorfendum gefst færi á að njóta kvikmyndahátíðarinnar heima í stofu. Moon, 66 Question, Clara Sola, Wild Men og Zinder verða á dagskrá á lokadegi hátíðarinnar í Bíó Paradís. Vitranir – Gullni Lundinn Dómnefnd skipuðu eftifarandi Yorgos Krassakopoulos Trine Dyrholm Gagga Jóns Aníta Briem Gísli Örn Garðarsson Gyllti lundinn: Moon, 66 Questions Umsögn dómnefndar: „Verkið dregur upp marglaga og heillandi mynd af ást og sáttum, leyndarmálum og sársakafullum sannleika, fjölskyldutengslum og seinunnu frelsi. Kvikmynd sem er ekki hrædd við að taka áhættu, í senn beitt og einlæg, leikstýrt með sérstæðri sýn og ljáð lífi með hugrökkum og hrífandi leikframmistöðum.“ Moon, 66 Questions Sérstaka viðurkenningu dómnefndar fá Clara Sola og Wild Men. Umsögn dómnefndar um Clara Sola: „Kvikmynd með einstæða sýn og afgerandi listræn heilindi sem blandar sem því dulræna við hið raunsæsilega í heillandi og brýnni sögu um að sjálfsleit og valdeflingu.“ Umsögn dómnefndar um Wild Men: „Næmur en beittur gamanleikur um hið örlítið hjákátlega hlutskipti að finna sér stað í síbreytilegri nútímaveröld. Saga sem er sögð af kímni og smekk fyrir því fáranlega sem reynist vera merkilega djúpvitur.“ Clara Sola hlaut einnig verðlaun dómnefndar unga fólksins. Dómnefnd unga fólksins Katla Gunnlaugsdóttir Kolbrún Óskarsdóttir Markús Loki Gunnarsson Sigtýr Ægir Kárason Snædís Björnsdóttir Clara Sola Önnur framtíð Dómnefnd skipuðu: Guillaume Calop Marie Zeniter Silja Hauksdóttir Verðlaunin hlaut Zinder eftir Aicha Macky. Umsögn dómnefndar um Zinder: „Í kvöld viljum við verðlauna kvikmynd sem hefur hrifið okkur út af grimmu viðfangsefni sem það sýnir á viðkvæman og blíðan máta. Í heimi myndarinnar ríkir ofbeldi en þar er samt rými fyrir endurlausn. Í gegnum sambönd og traust nær fólkið að lyfta hvor öðru á hærra plan og gera heiminn að betri stað. Þess vegna fara verðlaun í keppnisflokknum Önnur framtíð til Zinder. Af því að hún ólst upp í Zinder er komið fram við kvikmyndagerðarkonuna Aïcha Macky sem innanbúðarmanneskju af Kara-Kara fólkinu sem veitir henni aðgang að lífi sínu. Nærvera hennar er aldrei ágeng og einkennist heldur af virðingu – myndavél hennar sýnir öllum alúð og samúðarfullt augnaráðið lýsir upp myrka staði.“ Zinder Alþjóðlegar stuttmyndir Dómnefnd skipuðu Ninna Pálmadóttir Óskar Páll Sveinsson Sonja Wyss Verðlaunin hlaut Strangers eftir Nora Longatti. Sérstaka viðurkenningu hlaut State of Elevation eftir Isabelle Prim. State of Elevation Íslenskar stuttmyndir Dómnefnd skipuðu: Anton Máni Svansson Nathalie Mierop Þóra Björg Clausen Verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina hlaut Frjálsir menn eftir Óskar Kristin Vignisson. Umsögn dómnefndar um Frjálsir menn: „Sigurvegari íslenska stuttmyndakeppnarinnar er gamanmynd um að dreyma stórt á stað þar sem allt og allir, að besta vini þínum meðtöldum, virðast halda þér aftur. Þetta er einnig stuttmyndin sem snertir á stöðu innflytjenda og meðferð á fólki í láglaunastörfum í Evrópu. Frjálsir menn (Frie mænd) eftir Óskar Kristin Vignisson er glæsileg og heilsteypt stuttmynd sem inniheldur ígrundaða og fyndna frásögn, sem og magnaða sjónræna framsetningu og frábæran leik.“ Verðlaun fyrir bestu íslensku nemastuttmyndina hlaut Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson. Umsögn dómnefndar um Eftirsjón: „Leikstjórn, notkun sögusviðs og kvikmyndataka í Eftirsjón hrifu dómnefndina og erum við forvitin að sjá hvernig Björn Rúnarsson mun þróast sem leikstjóri.“ Eftirsjón - Aftersight Sérstaka viðurkenningu dómnefndar í sama flokki hlaut Síðasti séns eftir Ástu Sól Kristjánsdóttur: „Fyndið og heilsteypt drama með frumlegri og skýrri söguhugmynd.“ Gullna Eggið Dómnefnd Gullna Eggsins skipuðu: Halldóra Geirharðsdóttir Rúnar Rúnarsson Vincent Boy Kars Verðlaun Gullna Eggsins hlaut Drowning Goat eftir Sebastian Johansson Micci. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Verðlaunin voru afhent á verðlaunaafhendingu hátíðarinnar sem fór fram í Bókabúð Máls og Menning kl. 17 en Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sleit hátíðinni með formlegum hætti. Alls voru veitt sex verðlaun, þar á meðal hlaut Frjálsir menn (Frie Mænd) eftir Óskar Kristin Vignisson verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Verðlaun unga fólksins voru veitt í fyrsta sinn en einnig voru veitt sérstök NFT samhliða hverjum verðlaunagrip og er RIFF þarmeð fyrsta kvikmyndahátíð veraldar til að stíga inn í stafræna metaheiminn. Moon, 66 Questions Umsögn dómnefndar um vinningsmyndina Moon, 66 Questions „Moon, 66 Questions er verk sem dregur upp marglaga og heillandi mynd af ást og sáttum, leyndarmálum og sársakafullum sannleika, fjölskyldutengslum og seinunnu frelsi. Kvikmynd sem er ekki hrædd við að taka áhættu, í senn beitt og einlæg, leikstýrt með sérstæðri sýn og ljáð lífi með hugrökkum og hrífandi leikframmistöðum.“ Gyllti lundinn er veittur í keppnisflokknunum Vitrunum, sem saman stendur af fyrstu eða annarri kvikmynd leikstjóra. Dómnefnd Vitrana skipuðu Trine Dyrholm, leikkona og heiðursgestur RIFF, Yorgos Krassakopoulos, dagskrárstjóri alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku, Gagga Jónsdóttir, kvikmyndagerðarkona, Aníta Bríem, leikkona, og Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Trine Dyrholm Úr keppnisflokknum Vitrunum hlutu einnig sérstaka viðurkenningu dómnefndar kvikmyndirnar Wild Men (Vildmænd) eftir Thomas Daneskov og Clara Sola eftir Nathalie Álvarez Mesén. Clara Sola hlaut einnig útnefningu Dómnefnd unga fólksins. Wild Men Verðlaun í dagskrárflokknum Önnur framtíð hlaut Zinder eftir Aicha Macky. Flokkurinn Önnur framtíð saman stendur af heimildarmyndum sem fjalla á einn eða annan hátt um umhverfis- og/eða mannréttindamál. Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson var valin besta íslenska nemamyndin og Síðasti séns eftir Ástu Sól Kristjánsdóttur hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar í þeim flokki. Verðlaun sem besta mynd í flokki alþjóðlegra stuttmynda hluta Strangers eftir Nora Longatti en sérstaka viðurkenningu dómnenfda í sama flokki hlaut State of Elevation eftir Isabelle Prim. Verðlaun Gullna Eggsins, stuttmynda þátttakenda kvikmyndasmiðju RIFF „Talent Lab“. hlaut Drowning Goat eftir Sebastian Johansson Micci. The Drowning Goat Allar kvikmyndirnar má sjá á RIFF HEIMA (watch.riff.is), þar sem áhorfendum gefst færi á að njóta kvikmyndahátíðarinnar heima í stofu. Moon, 66 Question, Clara Sola, Wild Men og Zinder verða á dagskrá á lokadegi hátíðarinnar í Bíó Paradís. Vitranir – Gullni Lundinn Dómnefnd skipuðu eftifarandi Yorgos Krassakopoulos Trine Dyrholm Gagga Jóns Aníta Briem Gísli Örn Garðarsson Gyllti lundinn: Moon, 66 Questions Umsögn dómnefndar: „Verkið dregur upp marglaga og heillandi mynd af ást og sáttum, leyndarmálum og sársakafullum sannleika, fjölskyldutengslum og seinunnu frelsi. Kvikmynd sem er ekki hrædd við að taka áhættu, í senn beitt og einlæg, leikstýrt með sérstæðri sýn og ljáð lífi með hugrökkum og hrífandi leikframmistöðum.“ Moon, 66 Questions Sérstaka viðurkenningu dómnefndar fá Clara Sola og Wild Men. Umsögn dómnefndar um Clara Sola: „Kvikmynd með einstæða sýn og afgerandi listræn heilindi sem blandar sem því dulræna við hið raunsæsilega í heillandi og brýnni sögu um að sjálfsleit og valdeflingu.“ Umsögn dómnefndar um Wild Men: „Næmur en beittur gamanleikur um hið örlítið hjákátlega hlutskipti að finna sér stað í síbreytilegri nútímaveröld. Saga sem er sögð af kímni og smekk fyrir því fáranlega sem reynist vera merkilega djúpvitur.“ Clara Sola hlaut einnig verðlaun dómnefndar unga fólksins. Dómnefnd unga fólksins Katla Gunnlaugsdóttir Kolbrún Óskarsdóttir Markús Loki Gunnarsson Sigtýr Ægir Kárason Snædís Björnsdóttir Clara Sola Önnur framtíð Dómnefnd skipuðu: Guillaume Calop Marie Zeniter Silja Hauksdóttir Verðlaunin hlaut Zinder eftir Aicha Macky. Umsögn dómnefndar um Zinder: „Í kvöld viljum við verðlauna kvikmynd sem hefur hrifið okkur út af grimmu viðfangsefni sem það sýnir á viðkvæman og blíðan máta. Í heimi myndarinnar ríkir ofbeldi en þar er samt rými fyrir endurlausn. Í gegnum sambönd og traust nær fólkið að lyfta hvor öðru á hærra plan og gera heiminn að betri stað. Þess vegna fara verðlaun í keppnisflokknum Önnur framtíð til Zinder. Af því að hún ólst upp í Zinder er komið fram við kvikmyndagerðarkonuna Aïcha Macky sem innanbúðarmanneskju af Kara-Kara fólkinu sem veitir henni aðgang að lífi sínu. Nærvera hennar er aldrei ágeng og einkennist heldur af virðingu – myndavél hennar sýnir öllum alúð og samúðarfullt augnaráðið lýsir upp myrka staði.“ Zinder Alþjóðlegar stuttmyndir Dómnefnd skipuðu Ninna Pálmadóttir Óskar Páll Sveinsson Sonja Wyss Verðlaunin hlaut Strangers eftir Nora Longatti. Sérstaka viðurkenningu hlaut State of Elevation eftir Isabelle Prim. State of Elevation Íslenskar stuttmyndir Dómnefnd skipuðu: Anton Máni Svansson Nathalie Mierop Þóra Björg Clausen Verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina hlaut Frjálsir menn eftir Óskar Kristin Vignisson. Umsögn dómnefndar um Frjálsir menn: „Sigurvegari íslenska stuttmyndakeppnarinnar er gamanmynd um að dreyma stórt á stað þar sem allt og allir, að besta vini þínum meðtöldum, virðast halda þér aftur. Þetta er einnig stuttmyndin sem snertir á stöðu innflytjenda og meðferð á fólki í láglaunastörfum í Evrópu. Frjálsir menn (Frie mænd) eftir Óskar Kristin Vignisson er glæsileg og heilsteypt stuttmynd sem inniheldur ígrundaða og fyndna frásögn, sem og magnaða sjónræna framsetningu og frábæran leik.“ Verðlaun fyrir bestu íslensku nemastuttmyndina hlaut Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson. Umsögn dómnefndar um Eftirsjón: „Leikstjórn, notkun sögusviðs og kvikmyndataka í Eftirsjón hrifu dómnefndina og erum við forvitin að sjá hvernig Björn Rúnarsson mun þróast sem leikstjóri.“ Eftirsjón - Aftersight Sérstaka viðurkenningu dómnefndar í sama flokki hlaut Síðasti séns eftir Ástu Sól Kristjánsdóttur: „Fyndið og heilsteypt drama með frumlegri og skýrri söguhugmynd.“ Gullna Eggið Dómnefnd Gullna Eggsins skipuðu: Halldóra Geirharðsdóttir Rúnar Rúnarsson Vincent Boy Kars Verðlaun Gullna Eggsins hlaut Drowning Goat eftir Sebastian Johansson Micci.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira