Innlent

Sprengi­­sandur: Sig­mundur Davíð, skipu­lags­mál í Reyka­vík og talinga­klúður í Norð­vestur­kjör­dæmi

Þorgils Jónsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. 

Kristján Kristjánsson mun meðal annars ræða við Þorkel Sigurlaugsson fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Eimskip, HR og víðar. Þorkell er 68 ára en hann er síður en svo hættur að velta fyrir sér framtíðinni í framfaramálum þjóðarinnar.

Þá mætir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og mun bregðast við stórundarlegu brotthvarfi eins þingmanns flokksins áður en þing hefur verið sett.

Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skipast á skoðunum um húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Annar segir aldrei meira byggt en hinn kvartan sáran yfir framboðsskorti.

Loks mæta þær Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem er ein þeirra sem kært hefur niðurstöðu talningarinnar í NV kjördæmi, og Bryndísi Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Spurt er um ágalla á meðferð kjörgagna og talningu í kjördæminu, hvort eigi að kjósa aftur eða ekki og hvort ekki skipti öllu hverjir setjast á þing og hvar í sveit þeir skipa sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×