Katrín Tanja gat bara ekki hætt að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 08:31 Það gekk erfiðlega hjá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur að taka upp af því að Katrín Tanja var pikkföst í hláturskasti. Instagram/@dottiraudio Vinkonurnar og CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki bara æfingafélagar heldur einnig viðskiptafélagar. Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni. CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni.
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum