Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 08:40 Jón Baldvin Hannibalsson ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, í domsal í morgun. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu á Granada á Spáni, strokið utanklæða upp og niður eftir rassi Carmen Jóhannsdóttur sem var gestkomandi á heimili Jóns. Héraðssaksóknari krefst þess að Jón Baldvin verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem krafist er einnar milljónar í miskabætur til handa Carmenar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fljúga Jón Baldvin, Bryndís Schram eiginkona hans og nágrannakona þeirra Hugrún, sem var gestur á heimili þeirra hjóna umrætt kvöld, til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. Carmen og tvö önnur vitni ákæruvaldsins, öll þrjú eru búsett á Spáni, munu gefa skýrslu rafrænt í dómsal. Vafi um spænska lagagrein Upphaflega vísaði héraðsdómur málinu frá. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem væri sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Carmen JóhannsdóttirMynd/Raul Baldera Niðurstaðan var kærð til Landsréttar sem sendi málið til meðferðar í héraðsdómi á ný. Ástæðan var sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerist ekki þörf að endurflytja málið. Þá þarf dómari að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og fór málið aftur til meðferðar í héraði. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu í annarri tilraun og sagði ákæruvaldinu á ný hafa mistekist að sýna fram á að háttsemi Jóns Baldvins væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Landsréttur vísaði málinu aftur til meðferðar í héraði þar sem um málið verður fjallað í þriðja sinn. Í þetta sinn er þó um aðalmeðferð í málinu að ræða en í hin tvö skiptin var málinu vísað frá. Segja atvikið hafa verið sviðsett Málið hefur verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum. Carmen steig fram og greindi frá reynslu sinni af heimsókn til þeirra hjóna Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. Jón Baldvin svaraði þessum ásökunum af hörku og hefur haldið því fram að atvikið hafi verið sviðsett. Bryndís ritaði svo grein þar sem hún fór yfir málið eins og það horfði við henni. Bryndís fjallaði þar um ásakanir sem Jón Baldvin og þau hjón hefðu mátt sitja undir. Jón Baldvin neitar sök í málinu.vísir/vilhelm „Ég held, að þetta fár, þetta skyndilega og ímyndaða hatur, sem um þessar mundir beinist að okkur í samfélagsmiðlum, sé sprottið af því, sem heitir á þýsku „Schadenfreude“ – það að gleðjast yfir óförum annarra. Þannig fær fólk útrás fyrir sína eigin gremju, sitt niðurbælda hatur á öllum og öllu. Það hefur nautn af því að rífa niður mannorð náungans og baða sig í eigin illsku. Skaðagleði heitir það á íslensku,“ segir Bryndís meðal annars í pistli sínum. Öll búsett á Spáni Eins og fram hefur komið eru allir aðilar málsins búsettir á Spáni. Háttsemi Jóns Baldvins var þó ekki kærð þar í landi heldur hér á Íslandi. Erfiðleikar við meðferð málsins hafa einkum snúið að því hvort háttsemin sem Jóni Baldvini er gefið að sök sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Ákæruvaldið hefur þar vísað til tiltekinnar lagagreinar sem sé sambærileg íslenskri lagagrein sem fjallar um kynferðislega áreitni. Héraðsdómur hefur í tvígang talið að svo sé ekki og vísað meðal annars til skorts á gildri yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð. Landsréttur taldi við síðustu vísun málsins heim í hérað að skilja mætti spænskt lagaákvæði þannig að það taki til hegðunar Jóns Baldvins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Kynferðisbrotamáli Jóns Baldvins á Spáni enn vísað frá dómi Kynferðisbrotamáli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur enn verið vísað frá dómi en ákæruvaldinu mistókst að sýna fram á að umrædd háttsemi væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. 28. janúar 2021 10:37 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu á Granada á Spáni, strokið utanklæða upp og niður eftir rassi Carmen Jóhannsdóttur sem var gestkomandi á heimili Jóns. Héraðssaksóknari krefst þess að Jón Baldvin verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem krafist er einnar milljónar í miskabætur til handa Carmenar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fljúga Jón Baldvin, Bryndís Schram eiginkona hans og nágrannakona þeirra Hugrún, sem var gestur á heimili þeirra hjóna umrætt kvöld, til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. Carmen og tvö önnur vitni ákæruvaldsins, öll þrjú eru búsett á Spáni, munu gefa skýrslu rafrænt í dómsal. Vafi um spænska lagagrein Upphaflega vísaði héraðsdómur málinu frá. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem væri sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Carmen JóhannsdóttirMynd/Raul Baldera Niðurstaðan var kærð til Landsréttar sem sendi málið til meðferðar í héraðsdómi á ný. Ástæðan var sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerist ekki þörf að endurflytja málið. Þá þarf dómari að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og fór málið aftur til meðferðar í héraði. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu í annarri tilraun og sagði ákæruvaldinu á ný hafa mistekist að sýna fram á að háttsemi Jóns Baldvins væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Landsréttur vísaði málinu aftur til meðferðar í héraði þar sem um málið verður fjallað í þriðja sinn. Í þetta sinn er þó um aðalmeðferð í málinu að ræða en í hin tvö skiptin var málinu vísað frá. Segja atvikið hafa verið sviðsett Málið hefur verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum. Carmen steig fram og greindi frá reynslu sinni af heimsókn til þeirra hjóna Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. Jón Baldvin svaraði þessum ásökunum af hörku og hefur haldið því fram að atvikið hafi verið sviðsett. Bryndís ritaði svo grein þar sem hún fór yfir málið eins og það horfði við henni. Bryndís fjallaði þar um ásakanir sem Jón Baldvin og þau hjón hefðu mátt sitja undir. Jón Baldvin neitar sök í málinu.vísir/vilhelm „Ég held, að þetta fár, þetta skyndilega og ímyndaða hatur, sem um þessar mundir beinist að okkur í samfélagsmiðlum, sé sprottið af því, sem heitir á þýsku „Schadenfreude“ – það að gleðjast yfir óförum annarra. Þannig fær fólk útrás fyrir sína eigin gremju, sitt niðurbælda hatur á öllum og öllu. Það hefur nautn af því að rífa niður mannorð náungans og baða sig í eigin illsku. Skaðagleði heitir það á íslensku,“ segir Bryndís meðal annars í pistli sínum. Öll búsett á Spáni Eins og fram hefur komið eru allir aðilar málsins búsettir á Spáni. Háttsemi Jóns Baldvins var þó ekki kærð þar í landi heldur hér á Íslandi. Erfiðleikar við meðferð málsins hafa einkum snúið að því hvort háttsemin sem Jóni Baldvini er gefið að sök sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Ákæruvaldið hefur þar vísað til tiltekinnar lagagreinar sem sé sambærileg íslenskri lagagrein sem fjallar um kynferðislega áreitni. Héraðsdómur hefur í tvígang talið að svo sé ekki og vísað meðal annars til skorts á gildri yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð. Landsréttur taldi við síðustu vísun málsins heim í hérað að skilja mætti spænskt lagaákvæði þannig að það taki til hegðunar Jóns Baldvins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Kynferðisbrotamáli Jóns Baldvins á Spáni enn vísað frá dómi Kynferðisbrotamáli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur enn verið vísað frá dómi en ákæruvaldinu mistókst að sýna fram á að umrædd háttsemi væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. 28. janúar 2021 10:37 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Kynferðisbrotamáli Jóns Baldvins á Spáni enn vísað frá dómi Kynferðisbrotamáli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur enn verið vísað frá dómi en ákæruvaldinu mistókst að sýna fram á að umrædd háttsemi væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. 28. janúar 2021 10:37