Erlent

Card, Angrist og Imbens fá Nóbelinn í hag­fræði

Atli Ísleifsson skrifar
Nýir handhafar hagfræðiverðlauna sænska seðlabankans.
Nýir handhafar hagfræðiverðlauna sænska seðlabankans. Nóbelsverðlaun

Sænska akademían tilkynnti í morgun að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans.

Card fær verðlaunin fyrir empírískar rannsóknir sínar á hagfræði vinnumarkaðar, en þeir Angrist og Imbens fyrir aðferðafræðilegt framlag sitt til greiningar á orsakasambandi.

Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum.

Bandarísku hagfræðingarnir Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson deildu með sér Nóbelsverðlaununum í hagfræði á síðasta ári. Verðlaunin fengu þeir fyrir rannsóknir sínar og þróun á uppboðskenningunni svokölluðu og hvernig uppboð í hverskyns mynd hafa áhrif á daglegt líf almennings.


Tengdar fréttir

Milgrom og Wilson fá Nóbelinn í hagfræði

Bandarísku hagfræðingarnir Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson deila með sér Nóbelsverðlaununum í Hagfræði árið 2020 en frá þessu var greint í morgun í Stokkhólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×