Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. október 2021 12:40 Myndin, sem heitir Lamb á alþjóðavísu, hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim. Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. Valdimar Jóhannsson, leikstjóri myndarinnar, er nú staddur á Spáni þar sem Dýrið var frumsýnt á kvikmyndahátíð í gær en hann er þar staddur ásamt Hrönn Kristinsdóttur, öðrum framleiðanda myndarinnar. Þau segja viðtökurnar hafa verið frábærar og fagna því að Dýrið hafi verið sjöunda vinsælasta myndin í Bandaríkjunum eftir helgina en þau voru þar í keppni við sjálfan James Bond. Aðspurð um metið sem þau hafa nú slegið með velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum segja Hrönn og Valdimar að þau væru gjarnan til í að slá svipað met hér á Íslandi, þar sem aðsókn hér hefur verið heldur dræm. „Það væri æðislegt ef að fólk myndi drífa sig í bíó, þetta er eiginlega mynd sem að maður ætti að sjá í bíó,“ segir Valdimar. Hér má sjá Söru Nassim, framleiðanda, Valdimar Jóhannsson, leikstjóra, Hrönn Kristinsdóttur, framleiðanda og Eli Arenson, kvikmyndatökumann.Aðsend Annars staðar í heiminum hafa viðtökurnar þó verið frábærar að þeirra sögn, þar á meðal á Spáni og í Mexíkó þar sem myndin var sýnd nýverið, en þau eru á leið til Lundúna á næstu dögum fyrir London Film Festival. Þau segja ótrúlegt að lítil íslensk kvikmynd hafi náð þessum árangri og það hafi verið skrýtið að sjá hvernig fólk tengdi á mismunandi hátt við myndina. „Viðtökurnar hafa bara verið alveg stórkostlega góðar og það er bara gaman að sjá á hverjum stað hvað fólk bregst misjafnt við, en heilt yfir þá hafa viðtökurnar verið frábærar,” segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðandi myndarinnar. „Við erum bara ótrúlega þakklát fyrir viðbrögðin og þetta gleður okkur alveg ótrúlega mikið,” segir Valdimar Jóhannsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Dýrið. Kvikmyndagerð á Íslandi Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. 8. október 2021 16:31 Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta. 22. september 2021 13:06 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Valdimar Jóhannsson, leikstjóri myndarinnar, er nú staddur á Spáni þar sem Dýrið var frumsýnt á kvikmyndahátíð í gær en hann er þar staddur ásamt Hrönn Kristinsdóttur, öðrum framleiðanda myndarinnar. Þau segja viðtökurnar hafa verið frábærar og fagna því að Dýrið hafi verið sjöunda vinsælasta myndin í Bandaríkjunum eftir helgina en þau voru þar í keppni við sjálfan James Bond. Aðspurð um metið sem þau hafa nú slegið með velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum segja Hrönn og Valdimar að þau væru gjarnan til í að slá svipað met hér á Íslandi, þar sem aðsókn hér hefur verið heldur dræm. „Það væri æðislegt ef að fólk myndi drífa sig í bíó, þetta er eiginlega mynd sem að maður ætti að sjá í bíó,“ segir Valdimar. Hér má sjá Söru Nassim, framleiðanda, Valdimar Jóhannsson, leikstjóra, Hrönn Kristinsdóttur, framleiðanda og Eli Arenson, kvikmyndatökumann.Aðsend Annars staðar í heiminum hafa viðtökurnar þó verið frábærar að þeirra sögn, þar á meðal á Spáni og í Mexíkó þar sem myndin var sýnd nýverið, en þau eru á leið til Lundúna á næstu dögum fyrir London Film Festival. Þau segja ótrúlegt að lítil íslensk kvikmynd hafi náð þessum árangri og það hafi verið skrýtið að sjá hvernig fólk tengdi á mismunandi hátt við myndina. „Viðtökurnar hafa bara verið alveg stórkostlega góðar og það er bara gaman að sjá á hverjum stað hvað fólk bregst misjafnt við, en heilt yfir þá hafa viðtökurnar verið frábærar,” segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðandi myndarinnar. „Við erum bara ótrúlega þakklát fyrir viðbrögðin og þetta gleður okkur alveg ótrúlega mikið,” segir Valdimar Jóhannsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Dýrið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. 8. október 2021 16:31 Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta. 22. september 2021 13:06 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. 8. október 2021 16:31
Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta. 22. september 2021 13:06
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14