Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. október 2021 22:05 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Sigurjón Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. „Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“ Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
„Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“
Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15