Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 07:49 Erna Bjarnadóttir skipaði annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðunum þingkosningum. Birgir Þórarinsson skipaði efsta sæti listans. Vísir Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43