Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 11:06 Skyggnið yfir bensíndælunum er 254 fermetrar. Það er úr stáli og timbri, Vísir/Vilhelm Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins. Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin. Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin.
Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira