Þörf á „nýju Breiðholti“ til að leysa vandann Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 11:34 Hér má sjá loftmynd af Breiðholts-hverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir að húsnæðismálin verði þungamiðja komandi kjarabaráttu. Neyðarástand blasi við ef húsnæðisþörfinni verður ekki mætt, sem nemi nýju Breiðholti að hans mati. Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“ Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“
Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira