Gefa sér þann tíma sem þarf Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40