Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:58 Spænski fasistar hylla þá sem þeir kalla „hetjur“ landvinninga Spánar í Barcelona í dag. Í dag er minnst komu Kristófers Kólumbusar til „nýja heimsins“ árið 1492. Vísir/EPA Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur. Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur.
Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira