Útlit fyrir 8,2 milljarða hagnað hjá Arion banka Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 14:47 Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Vísir/vilhelm Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung hagnaðist bankinn um 8,2 milljarða króna og er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17%. Afkoman er umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila en bankinn hagnaðist um 4,0 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020. Rekstrartekjur fjórðungsins námu um 15 milljörðum króna en þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi, það er hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, um 12,7 milljarðar króna. Hækka þær um 7,5% frá þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,6 milljörðum króna og hækkar um tæp 7% frá sama tímabili árið 2020. Uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og kunna tölur því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 27. október næstkomandi. Hreinar fjármunatekjur tvöfölduðust Hreinar þóknanatekjur Arion banka námu 3,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma 2020. Er aukningin sögð mest í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Hreinar fjármunatekjur námu 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma 2020. Virðisbreyting útlána var jákvæð um 0,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 1,3 milljarða króna og tengdist að mestu óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Jákvæð afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2021 samanborið við neikvæð áhrif upp á 1,0 milljarð króna á sama fjórðungi 2020. Tekjuskattshlutfall fjórðungsins er 20% og kostnaðarhlutfall er um 38%. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43 Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rekstrartekjur fjórðungsins námu um 15 milljörðum króna en þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi, það er hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, um 12,7 milljarðar króna. Hækka þær um 7,5% frá þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,6 milljörðum króna og hækkar um tæp 7% frá sama tímabili árið 2020. Uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og kunna tölur því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 27. október næstkomandi. Hreinar fjármunatekjur tvöfölduðust Hreinar þóknanatekjur Arion banka námu 3,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma 2020. Er aukningin sögð mest í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Hreinar fjármunatekjur námu 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma 2020. Virðisbreyting útlána var jákvæð um 0,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 1,3 milljarða króna og tengdist að mestu óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Jákvæð afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2021 samanborið við neikvæð áhrif upp á 1,0 milljarð króna á sama fjórðungi 2020. Tekjuskattshlutfall fjórðungsins er 20% og kostnaðarhlutfall er um 38%.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43 Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43
Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44
Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent