Körfubolti

Collier: Fann að þessi leikur var mikilvægur fyrir stelpurnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aliyah Collier átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld í sigrinum í nágrönnunum frá Grindavík.
Aliyah Collier átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld í sigrinum í nágrönnunum frá Grindavík. Vísir/Bára Dröfn

Við fórum að gera það sem við erum þekktar fyrir í síðari hálfleik, að spila góða vörn, og það kveikti neista í sókninni hjá okkur,“ sagði Aliyah Collier leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Njarðvík eru nýliðar í deildinni líkt og Grindavík en gestirnir voru að vinna sinn þriðja sigur í þremur leikjum og eru því með fullt hús stiga í deildinni.

„Þegar ég kom hingað fyrst vissi ég að þær væru nýliðar og það væri svolítill tími síðan þær voru í úrvalsdeildinni. Ég hef mikla trú á þessu liði og ég held að við verðum betri eftir því sem líður á. Tilfinningin er að við getum unnið öll liðin. Það er þannig sem ég nálgast leikina.“

Collier sagði að það hefði ekkert farið framhjá henni á æfingum síðustu daga að framundan væri nágrannaslagur.

„Stelpurnar voru að segja á æfingu að þetta væru erkifjendurnir að þær mættu alltaf af fullum krafti í þessa leiki. Það var auðvitað saga síðan í fyrra í 1.deildinni og ég fann að þessi leikur var mikilvægur fyrir stelpurnar. Ég þurfti að mæta klár í slaginn.“

Collier átti frábæran leik í kvöld, skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

„Ég byrjaði kannski frekar rólega. Ég var ekki að setja niður eins margar körfur og ég er vön. Ég fékk stelpurnar með mér og þegar þær eru klárar þá gefur það mér sjálfstraust.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×