Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 14. október 2021 09:51 Hagfræðideild Landsbankans telur að það muni draga úr hækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala. Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala.
Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira