Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 10:37 Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið. Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28