Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2021 12:51 Margir vildu fá fleiri ærslabelgi í Reykjavík en slíka belgi má finna víða um land allt. Vísir/Vilhelm Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna. Þetta er í níunda sinn sem kosningarnar fara fram en Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir þátttökuna hafa verið vonum framar í ár. „Það er mjög gaman að sjá að það var slegið þátttökumet í ár í öllum hverfum Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. „Gaman að sjá hvað íbúar hafa mikinn áhuga á að bæta hverfin sín og þátttakan rækilega rifið sig í gang.“ Tillögur íbúa í kosningunum í ár voru af ýmsu tagi en Eiríkur segir það hafa verið áberandi hvað það voru mörg stór verkefni. Aðspurður um hvers konar verkefni hafi staðið upp úr segir Eiríkur að það hafi meðal annars verið mjög mikið af ærslabelgjum um alla borgina. Eiríkur Búi Halldórsson er verkefnisstjóri Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Aðrar tillögur sem hægt var að kjósa um í ár voru til að mynda hjólabrettagarður í Vesturbæ, yfir byggður grillskáli í Laugardal, skólahreystibraut í Breiðholti, leikvöllur fyrir fullorðið fólk í Grafarholti, sjósundsaðstaða á Kjalarnesi, og svo margt fleira. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og verða þær síðan birtar síðar í dag. Íbúar geta þá farið að hlakka til en í heildina er um að ræða 850 milljónir króna sem skiptist á tíu hverfi Reykjavíkurborgar. „Núna fer þetta fram á tveggja ára fresti þannig það er fjármagn tveggja ára lagt saman, þá erum við með pening fyrir bæði fleiri og stærri verkefni og við erum að fara beint af stað í það að undirbúa framkvæmdina,“ segir Eiríkur. „Við erum að stefna á framkvæmdir verkefna sumarið 2022 þannig það er bara stutt í þetta og það verður gaman að sjá þessi verkefni setja svip sinn á öll hverfi Reykjavíkur.“ Reykjavík Tengdar fréttir Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Þetta er í níunda sinn sem kosningarnar fara fram en Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir þátttökuna hafa verið vonum framar í ár. „Það er mjög gaman að sjá að það var slegið þátttökumet í ár í öllum hverfum Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. „Gaman að sjá hvað íbúar hafa mikinn áhuga á að bæta hverfin sín og þátttakan rækilega rifið sig í gang.“ Tillögur íbúa í kosningunum í ár voru af ýmsu tagi en Eiríkur segir það hafa verið áberandi hvað það voru mörg stór verkefni. Aðspurður um hvers konar verkefni hafi staðið upp úr segir Eiríkur að það hafi meðal annars verið mjög mikið af ærslabelgjum um alla borgina. Eiríkur Búi Halldórsson er verkefnisstjóri Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Aðrar tillögur sem hægt var að kjósa um í ár voru til að mynda hjólabrettagarður í Vesturbæ, yfir byggður grillskáli í Laugardal, skólahreystibraut í Breiðholti, leikvöllur fyrir fullorðið fólk í Grafarholti, sjósundsaðstaða á Kjalarnesi, og svo margt fleira. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og verða þær síðan birtar síðar í dag. Íbúar geta þá farið að hlakka til en í heildina er um að ræða 850 milljónir króna sem skiptist á tíu hverfi Reykjavíkurborgar. „Núna fer þetta fram á tveggja ára fresti þannig það er fjármagn tveggja ára lagt saman, þá erum við með pening fyrir bæði fleiri og stærri verkefni og við erum að fara beint af stað í það að undirbúa framkvæmdina,“ segir Eiríkur. „Við erum að stefna á framkvæmdir verkefna sumarið 2022 þannig það er bara stutt í þetta og það verður gaman að sjá þessi verkefni setja svip sinn á öll hverfi Reykjavíkur.“
Reykjavík Tengdar fréttir Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59