Bjarni Magnússon: „Veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 21:49 Bjarni Magnússon var ósáttur við dómara kvöldsins, en tekur jákvæða punkta úr leiknum. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með baráttuna í sínum leikmönnum og segist taka jákvæða punkta út úr leiknum, þrátt fyrir 43 stiga tap gegn Villeunueve í Evrópubikarnum. „Ég tek bara jákvætt úr þessum leik. Fyrsti leikur á þessu sviði á móti sterkum andstæðingum. Auðvitað hefðum við getað betur hér og þar en þetta er bara fyrsti leikur og fyrsti leikur hjá nánast öllum í liðinu á þessu sviði. Nú vitum við hvert við erum komin. Núna er sviðskrekkurinn vonandi farinn og við reynum að gera betur næst,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn gegn Villeunueve. „Ég var ánægður með baráttuna, vorum að slást við stórar og sterkar stelpur inn í teig og ég var líka ánægður með hvernig við enduðum leikinn, vorum ekki að hengja haus, kláruðum þetta sterkt og fengum góðar körfur á lokakaflanum.“ Haukar voru lengi með 26 stig skoruð í leiknum en náðu að bæta við fimmtán stigum fyrir lok leiksins. „Þetta var orðin þreytt tala á töfluna, þessi 26 stig. Það var gott að geta bætt aðeins í undir lokin.“ Bjarni var spurður út í dómgæsluna og hann var ekki sáttur við frammistöðu dómarans. Haiden Palmer var hent út úr húsi þegar hún fékk tæknivillu en hún hafði áður fengið óíþróttamannslega villu. „Ég heyrði ekki af hverju hún fékk þessa tæknivillu og mér fannst óíþróttamannslega villan á mjög tæpu svæði. Ég var mjög ósáttur með dómarana í kvöld. Mér fannst þeir gefa gestunum of mikla virðingu og okkur ekki neina. Mér fannst þetta tríó sem við fengum hérna heim... ég veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu að koma til Íslands í Evrópukeppni en þau voru alllavega ekki bestu leikmennirnir á sviðinu í dag.“ Haukar mæta Tarbles eftir sex daga í Frakklandi. Bjarni var að lokum spurður út í það verkefni. „Mér líst mjög vel á það. Það eru fimm leikir eftir, þetta er bara ævintýri og allir í klúbbnum eru spenntir að taka þátt í þessu,“ sagði Bjarni. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Ég tek bara jákvætt úr þessum leik. Fyrsti leikur á þessu sviði á móti sterkum andstæðingum. Auðvitað hefðum við getað betur hér og þar en þetta er bara fyrsti leikur og fyrsti leikur hjá nánast öllum í liðinu á þessu sviði. Nú vitum við hvert við erum komin. Núna er sviðskrekkurinn vonandi farinn og við reynum að gera betur næst,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn gegn Villeunueve. „Ég var ánægður með baráttuna, vorum að slást við stórar og sterkar stelpur inn í teig og ég var líka ánægður með hvernig við enduðum leikinn, vorum ekki að hengja haus, kláruðum þetta sterkt og fengum góðar körfur á lokakaflanum.“ Haukar voru lengi með 26 stig skoruð í leiknum en náðu að bæta við fimmtán stigum fyrir lok leiksins. „Þetta var orðin þreytt tala á töfluna, þessi 26 stig. Það var gott að geta bætt aðeins í undir lokin.“ Bjarni var spurður út í dómgæsluna og hann var ekki sáttur við frammistöðu dómarans. Haiden Palmer var hent út úr húsi þegar hún fékk tæknivillu en hún hafði áður fengið óíþróttamannslega villu. „Ég heyrði ekki af hverju hún fékk þessa tæknivillu og mér fannst óíþróttamannslega villan á mjög tæpu svæði. Ég var mjög ósáttur með dómarana í kvöld. Mér fannst þeir gefa gestunum of mikla virðingu og okkur ekki neina. Mér fannst þetta tríó sem við fengum hérna heim... ég veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu að koma til Íslands í Evrópukeppni en þau voru alllavega ekki bestu leikmennirnir á sviðinu í dag.“ Haukar mæta Tarbles eftir sex daga í Frakklandi. Bjarni var að lokum spurður út í það verkefni. „Mér líst mjög vel á það. Það eru fimm leikir eftir, þetta er bara ævintýri og allir í klúbbnum eru spenntir að taka þátt í þessu,“ sagði Bjarni.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira