Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 15. október 2021 14:14 Þórólfur Guðnason hefur setið margan blaðamannafundinn undanfarin tvö ár. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. „Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21