Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 14:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að sjá samstarf Íslands og Grænlands blómstra. Vísir/Vilhelm Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“ Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“
Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46