Umfjöllun: Stjarnan - KA 30-24 | Stjörnumenn skelltu í lás í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2021 18:30 Björgvin Hólmgeirsson skoraði sex mörk gegn KA áður en hann fór meiddur af velli. vísir/Hulda Margrét Stjarnan er enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á KA, 30-24, í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu dag. Fyrri hálfleikur var jafn en í seinni voru Stjörnumenn mun sterkari aðilinn og héldu KA-mönnum í aðeins sjö mörkum. Dagur Gautason og Hafþór Vignisson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Stjörnuna og Björgvin Hólmgeirsson og Leó Snær Pétursson sitt hvor sex mörkin. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir KA sem er áfram með fjögur stig eftir fjóra leiki. Óðinn Þór Ríkharðsson og Ólafur Gústafsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Akureyrarliðið. Adam Thorstensen varði fimmtán skot í marki Stjörnunnar (48 prósent) og Nicholas Satchwell tólf hjá KA (29 prósent). Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. KA byrjaði betur en Stjarnan náði svo frumkvæðinu og var yfir lengst af fyrri hálfleiksins. KA endaði hann hins vegar betur, skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkunum og leiddi með einu marki, 16-17, í hálfleik. Einar Rafn og Óðinn voru í aðalhlutverki hjá KA í fyrri hálfleiknum og skoruðu samtals tíu mörk. Þeir gerðu hins vegar lítið í seinni hálfleik. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og náði tveggja marka forystu, 19-17. Stjörnumenn þéttu vörnina verulega frá fyrri hálfleik á meðan KA-vörnin lak áfram, sérstaklega framan af seinni hálfleik. Þá kom Adam aftur í Stjörnumarkið og varði virkilega vel. KA átti engin svör í sókninni og Stjarnan bætti jafnt og þétt við forskotið. KA-menn prófuðu allar mögulegar sóknaruppstillingar en engin þeirra virkaði. Liðið skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik samanborið við sautján í þeim fyrri. Undir lok leiks komu KA-menn varla skotum á markið og köstuðu boltanum frá sér í tíma og ótíma. Alls töpuðu KA-menn boltanum fimmtán sinnum í leiknum en Stjörnumenn aðeins sex sinnum. Mestur varð munurinn á liðunum sjö mörk en á endanum skildu sex mörk þau að, 30-24. Af hverju vann Stjarnan? Sóknarleikurinn var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik og mörkin komu á færibandi. Í seinni hálfleik þétti Stjarnan vörnina verulega og Adam varði frábærlega í markinu. Á meðan lagaðist vörn KA ekki neitt og það sem meira er hrundi sóknarleikurinn. KA-menn virtust algjörlega ráðalausir gegn Stjörnuvörn sem var án sinna tveggja bestu manna, Tandra Más Konráðssonar og Brynjars Hólm Grétarssonar. Þá keyrðu Stjörnumenn vel í bakið á KA-mönnum og skoruðu tíu mörk eftir hraðaupphlaup gegn aðeins þremur. Hverjir stóðu upp úr? Adam byrjaði leikinn ágætlega en var svo tekinn út af seinni hluta fyrri hálfleiks. Hann kom tvíefldur í markið eftir hlé og varði alls fimmtán skot í leiknum, eða nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hornamenn Stjörnunnar, Leó og Dagur, voru virkilega góðir og nýttu færin sín vel. Hafþór spilaði vel og Björgvin átti frábæra spretti. Sá síðastnefndi haltraði út af undir lok leiks og meiðslin virkuðu alvarlega. Það yrði virkilega slæmt fyrir Stjörnuna að missa Björgvin sem hefur verið frábær í upphafi móts. Hvað gekk illa? Sem fyrr sagði var sóknarleikur KA í seinni hálfleik óboðlegur. Liðið skoraði að vild í þeim fyrri en eftir hlé var ekkert að frétta í sóknarleiknum. Þeim gekk illa að opna vörn Stjörnunnar og þegar það gekk kláruðu þeir ekki færin sín. Einar Rafn var virkilega góður í fyrri hálfleik en datt alveg niður í þeim seinni. Þá fékk Óðinn ekki úr neinu að moða eftir hlé og línumenn KA, þeir Pætur Mikkjalsson og Einar Birgir Stefánsson, klikkuðu á fjórum af sjö skotum sínum í leiknum. Varnir beggja liða voru míglekar í fyrri hálfleik og markvarslan frekar takmörkuð. Stjörnumenn kipptu því þó liðinn í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn fer Patrekur Jóhannesson með Stjörnumenn á sinn gamla heimavöll á Selfossi. Næsti leikur KA er á sunnudaginn en þá koma Íslandsmeistarar Vals í heimsókn. Patrekur: Er með flott lið og er ánægður með þessa stráka Patrekur Jóhannesson var sáttur eftir sigurinn á KA.vísir/elín Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var öllu sáttari með varnarleikinn í seinni hálfleik en þeim fyrri gegn KA. „Við vorum ekki góðir í vörninni í fyrri hálfleik og menn hreyfðu sig varla. Við fórum yfir það í hálfleik og ég sagði mönnum nákvæmlega hvernig þetta hefði verið. Við vorum skelfilegir og háborinnar skammar hvernig það var. Það var alveg sama hvort við vorum í 6-0 eða 5+1 vörn,“ sagði Patrekur. „Ég er ánægður að við höfum breytt því í seinni hálfleik. En auðvitað verður að taka það með í dæmið að Tandri [Már Konráðsson] og Brynjar Hólm [Grétarsson] eru aðalmiðjublokkin okkar og þeir eru ekki með þótt það sé engin afsökun fyrir því hvernig menn voru í fyrri hálfleik. Það er samt ánægjulegt hvernig það breyttist í seinni hálfleik og þá fór Adam [Thorstensen] líka að verja. Þetta hangir allt saman.“ Stjarnan er með fullt hús stiga í Olís-deildinni, vissulega bara eftir þrjá leiki, en Garðbæingar hafa litið vel út í byrjun tímabils og eiga sterka leikmenn inni. Hann hefur þó áhyggjur af meiðslum Björgvins Hólmgeirssonar sem haltraði af velli undir lok leiks. „Maður er alltaf ánægður að ná í stig og við erum núna komnir með sex eftir fyrstu þrjá leikina. En þetta leit ekki vel út með Bjögga og það bætist á listann. En þá koma aðrir inn í staðinn. Ég er ánægður en veit að það þýðir ekki að mæta svona á Selfoss á miðvikudaginn. Þá verður hlaupið yfir okkur. En ég er ánægður með byrjunina á mótinu,“ sagði Patrekur. Sterka leikmenn vantar í lið Stjörnunnar en breiddin í hópi Garðbæinga hefur komið að góðum notum í byrjun tímabils. „Ef þú lætur menn inn á býrðu til breidd. Ég er með flott lið og er ánægður með þessa stráka,“ sagði Patrekur að lokum. Jónatan: Sóknarleikurinn í seinni hálfleik algjör hörmung Jónatan Magnússon og aðstoðarmaður hans, Sverre Jakobsen.vísir/vilhelm Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. „Sóknarleikurinn sem við buðum upp á í seinni hálfleik var því miður algjör hörmung. Það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik gerðum við ekki í þeim seinni,“ sagði Jónatan. „Boltinn flaut aldrei og sóknarleikurinn var hræðilegur. Við fundum aldrei lausn. Ég reyndi að hreyfa liðið en það sem við buðum upp á í seinni hálfleik var til skammar, satt best að segja.“ KA-menn voru í fínum málum í fyrri hálfleik en í þeim seinni hrundi leikur þeirra. „Í fyrri hálfleik fannst mér við líklegri til að stinga þá af en þeir okkur. Við stóðum vörnina ágætlega lengi en fengum á okkur mörk úr hraðaupphlaupum og eftir fráköst,“ sagði Jónatan. „Í seinni hálfleik stóð ekki steinn yfir steini í neinu. Því miður var þetta frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir í seinni hálfleik. Þetta var mjög vont.“ Olís-deild karla Stjarnan KA
Stjarnan er enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á KA, 30-24, í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu dag. Fyrri hálfleikur var jafn en í seinni voru Stjörnumenn mun sterkari aðilinn og héldu KA-mönnum í aðeins sjö mörkum. Dagur Gautason og Hafþór Vignisson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Stjörnuna og Björgvin Hólmgeirsson og Leó Snær Pétursson sitt hvor sex mörkin. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir KA sem er áfram með fjögur stig eftir fjóra leiki. Óðinn Þór Ríkharðsson og Ólafur Gústafsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Akureyrarliðið. Adam Thorstensen varði fimmtán skot í marki Stjörnunnar (48 prósent) og Nicholas Satchwell tólf hjá KA (29 prósent). Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. KA byrjaði betur en Stjarnan náði svo frumkvæðinu og var yfir lengst af fyrri hálfleiksins. KA endaði hann hins vegar betur, skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkunum og leiddi með einu marki, 16-17, í hálfleik. Einar Rafn og Óðinn voru í aðalhlutverki hjá KA í fyrri hálfleiknum og skoruðu samtals tíu mörk. Þeir gerðu hins vegar lítið í seinni hálfleik. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og náði tveggja marka forystu, 19-17. Stjörnumenn þéttu vörnina verulega frá fyrri hálfleik á meðan KA-vörnin lak áfram, sérstaklega framan af seinni hálfleik. Þá kom Adam aftur í Stjörnumarkið og varði virkilega vel. KA átti engin svör í sókninni og Stjarnan bætti jafnt og þétt við forskotið. KA-menn prófuðu allar mögulegar sóknaruppstillingar en engin þeirra virkaði. Liðið skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik samanborið við sautján í þeim fyrri. Undir lok leiks komu KA-menn varla skotum á markið og köstuðu boltanum frá sér í tíma og ótíma. Alls töpuðu KA-menn boltanum fimmtán sinnum í leiknum en Stjörnumenn aðeins sex sinnum. Mestur varð munurinn á liðunum sjö mörk en á endanum skildu sex mörk þau að, 30-24. Af hverju vann Stjarnan? Sóknarleikurinn var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik og mörkin komu á færibandi. Í seinni hálfleik þétti Stjarnan vörnina verulega og Adam varði frábærlega í markinu. Á meðan lagaðist vörn KA ekki neitt og það sem meira er hrundi sóknarleikurinn. KA-menn virtust algjörlega ráðalausir gegn Stjörnuvörn sem var án sinna tveggja bestu manna, Tandra Más Konráðssonar og Brynjars Hólm Grétarssonar. Þá keyrðu Stjörnumenn vel í bakið á KA-mönnum og skoruðu tíu mörk eftir hraðaupphlaup gegn aðeins þremur. Hverjir stóðu upp úr? Adam byrjaði leikinn ágætlega en var svo tekinn út af seinni hluta fyrri hálfleiks. Hann kom tvíefldur í markið eftir hlé og varði alls fimmtán skot í leiknum, eða nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hornamenn Stjörnunnar, Leó og Dagur, voru virkilega góðir og nýttu færin sín vel. Hafþór spilaði vel og Björgvin átti frábæra spretti. Sá síðastnefndi haltraði út af undir lok leiks og meiðslin virkuðu alvarlega. Það yrði virkilega slæmt fyrir Stjörnuna að missa Björgvin sem hefur verið frábær í upphafi móts. Hvað gekk illa? Sem fyrr sagði var sóknarleikur KA í seinni hálfleik óboðlegur. Liðið skoraði að vild í þeim fyrri en eftir hlé var ekkert að frétta í sóknarleiknum. Þeim gekk illa að opna vörn Stjörnunnar og þegar það gekk kláruðu þeir ekki færin sín. Einar Rafn var virkilega góður í fyrri hálfleik en datt alveg niður í þeim seinni. Þá fékk Óðinn ekki úr neinu að moða eftir hlé og línumenn KA, þeir Pætur Mikkjalsson og Einar Birgir Stefánsson, klikkuðu á fjórum af sjö skotum sínum í leiknum. Varnir beggja liða voru míglekar í fyrri hálfleik og markvarslan frekar takmörkuð. Stjörnumenn kipptu því þó liðinn í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn fer Patrekur Jóhannesson með Stjörnumenn á sinn gamla heimavöll á Selfossi. Næsti leikur KA er á sunnudaginn en þá koma Íslandsmeistarar Vals í heimsókn. Patrekur: Er með flott lið og er ánægður með þessa stráka Patrekur Jóhannesson var sáttur eftir sigurinn á KA.vísir/elín Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var öllu sáttari með varnarleikinn í seinni hálfleik en þeim fyrri gegn KA. „Við vorum ekki góðir í vörninni í fyrri hálfleik og menn hreyfðu sig varla. Við fórum yfir það í hálfleik og ég sagði mönnum nákvæmlega hvernig þetta hefði verið. Við vorum skelfilegir og háborinnar skammar hvernig það var. Það var alveg sama hvort við vorum í 6-0 eða 5+1 vörn,“ sagði Patrekur. „Ég er ánægður að við höfum breytt því í seinni hálfleik. En auðvitað verður að taka það með í dæmið að Tandri [Már Konráðsson] og Brynjar Hólm [Grétarsson] eru aðalmiðjublokkin okkar og þeir eru ekki með þótt það sé engin afsökun fyrir því hvernig menn voru í fyrri hálfleik. Það er samt ánægjulegt hvernig það breyttist í seinni hálfleik og þá fór Adam [Thorstensen] líka að verja. Þetta hangir allt saman.“ Stjarnan er með fullt hús stiga í Olís-deildinni, vissulega bara eftir þrjá leiki, en Garðbæingar hafa litið vel út í byrjun tímabils og eiga sterka leikmenn inni. Hann hefur þó áhyggjur af meiðslum Björgvins Hólmgeirssonar sem haltraði af velli undir lok leiks. „Maður er alltaf ánægður að ná í stig og við erum núna komnir með sex eftir fyrstu þrjá leikina. En þetta leit ekki vel út með Bjögga og það bætist á listann. En þá koma aðrir inn í staðinn. Ég er ánægður en veit að það þýðir ekki að mæta svona á Selfoss á miðvikudaginn. Þá verður hlaupið yfir okkur. En ég er ánægður með byrjunina á mótinu,“ sagði Patrekur. Sterka leikmenn vantar í lið Stjörnunnar en breiddin í hópi Garðbæinga hefur komið að góðum notum í byrjun tímabils. „Ef þú lætur menn inn á býrðu til breidd. Ég er með flott lið og er ánægður með þessa stráka,“ sagði Patrekur að lokum. Jónatan: Sóknarleikurinn í seinni hálfleik algjör hörmung Jónatan Magnússon og aðstoðarmaður hans, Sverre Jakobsen.vísir/vilhelm Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. „Sóknarleikurinn sem við buðum upp á í seinni hálfleik var því miður algjör hörmung. Það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik gerðum við ekki í þeim seinni,“ sagði Jónatan. „Boltinn flaut aldrei og sóknarleikurinn var hræðilegur. Við fundum aldrei lausn. Ég reyndi að hreyfa liðið en það sem við buðum upp á í seinni hálfleik var til skammar, satt best að segja.“ KA-menn voru í fínum málum í fyrri hálfleik en í þeim seinni hrundi leikur þeirra. „Í fyrri hálfleik fannst mér við líklegri til að stinga þá af en þeir okkur. Við stóðum vörnina ágætlega lengi en fengum á okkur mörk úr hraðaupphlaupum og eftir fráköst,“ sagði Jónatan. „Í seinni hálfleik stóð ekki steinn yfir steini í neinu. Því miður var þetta frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir í seinni hálfleik. Þetta var mjög vont.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti