Lífið

Taktu þátt: Hvort syngur Friðrik Dór eða Jón Jónsson betur í karókí?

Tinni Sveinsson skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson öttu kappi í karókíkeppni.
Friðrik Dór og Jón Jónsson öttu kappi í karókíkeppni. Vísir

Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í dag. Fyrstir á svið voru bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur.

Þeir félagar Auddi, Steindi og Gillz í FM95BLÖ lofa heljarinnar karókíkeppni næstu vikur. Von er á mörgum af flottustu söngvurum þjóðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir standa sig. Í næstu viku eru það engar aðrar en stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún og Salka Sól sem mætast.

Friðrik Dór tekur lagið Crazy með Aerosmith og Jón Jónsson syngur Someone með Adele. Hægt er að hlusta á flutning bræðranna í spilurunum hér fyrir neðan og eru hlustendur síðan beðnir um að taka þátt í kosningunni neðst í fréttinni til að velja þann sem á skilið að fara áfram í keppninni.


Jón Jónsson - Someone með Adele

Klippa: Jón Jónsson í karókí - Someone Like You

Friðrik Dór - Crazy með Aerosmith

Klippa: Frikki Dór í karókí - Crazy

Jæja, nú er komið að þér að velja. Hvor bræðranna stóð sig betur og á skilið að fara áfram í næstu umferð?

Við minnum síðan á að hægt er að hlusta á þáttinn síðan í dag í heild sinni þegar honum lýkur og alla þætti FM95BLÖ frá upphafi hér á Vísi og í Bylgju-, FM957- og X977-öppunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×