Enski boltinn

Fabinho og Alisson klára sóttkví á Spáni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alisson og Fabinho verða ekki með Liverpool þegar liðið mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Alisson og Fabinho verða ekki með Liverpool þegar liðið mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Brasilísku knattspynumennirnir Fabinho og Alisson Becker, sem báðir leika með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, munu ferðast til Spánar að yfirstandandi landsliðsverkefni loknu þar sem þeir munu klára sóttkví. Þeir munu því ekki vera með liðinu þegar Liverpool mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Félagið ákvað að senda þá til Madríd þar sem að liðið mætir Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næstkomandi þriðjudag, en Liverpool vonar að leikmennirnir geti teki þátt í þeim leik áður en þeir koma aftur til Englands nokkrum dögum á eftir liðinu.

Fabinho og Alisson voru með brasilíska landsliðinu í Kólumbíu og Venesúela, en þessi tvö lönd eru á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar og því þurfa leikmennirnir að fara í tíu daga sóttkví áður en þeir snúa aftur til Englands.

Auk þessara tveggja leikmanna verða Curtis Jones og Thiago Alcantara einnig fjarri góðu gamni. Jones meiddist með U-21 árs landsliðinu, og Thiago er enn að jafna sig á meiðslum í kálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×