Erlent

Minnst tuttugu eru látin í gríðarlegum flóðum á Indlandi

Árni Sæberg skrifar
Indverski herinn sinnir björgunarstarfi í Kerala.
Indverski herinn sinnir björgunarstarfi í Kerala. AP Photo

Úrhellisrigning hefur valdið flóðum í Kerala á Indlandi síðustu daga. Minnst tuttugu hafa látisst og tuga er saknað.

Meðal hinna látnu er sex manna fjölskylda sem lést þegar heimili hennar skolaðist burt með flóði í bænum Kottayam, að sögn breska ríkisútvarpssins.

Þá segir Nandagopal Rajan, blaðamaður The Indian Express, að flóðin nái jafnvel til bæja sem aldrei hafa lent í flóðum.

Í frétt The Indian Express segir að björgunarstarf hafi verið hafið í morgun og fólk flutt í fjöldahjálparmiðstöðvar en mikill fjöldi fólks hefur misst heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×