Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 21:52 GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í söfnunarþættinum. Vísir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. > Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Horfa má á söfnunarþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. >
Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. >
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Tónlist Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00