Róleg helgi hjá björgunarsveitunum sem fóru snemma í vetrargírinn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 23:42 Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá sveitunum vegna veðursins í dag. Vísir/Vilhelm Rólegt hefur verið hjá björgunarsveitunum í dag þrátt fyrir slæmt veður og viðvaranir í sumum landshlutum. Alls hefur verið farið í tvö útköll um helgina og þar af eitt um áttaleytið í kvöld. Í báðum tilvikum þurfti að aðstoða ökumenn bifreiða voru fastir. „Að öðru leyti hefur þetta bara sloppið frekar vel,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Óhætt sé að segja að síðasti sólarhringur hafi gengið betur en útlit var fyrir og þá einkum á Suðurlandi þar víða var mjög hvasst og sterkar vindhviður. „Við bara fögnum því að fólk hefur sennilega farið varlega,“ bætir Davíð við. Björgunarsveitirnar búi nú að því að hafa fengið tvær góðar haustlægðir snemma á árinu en ofsaveður og appelsínugular viðvaranir voru í gildi fyrir hluta landsins í lok september. Þar með sé tryggt að sveitirnar séu komnar í vetrargírinn. „Þá fóru björgunarsveitir mjög víða um land að undirbúa búnaðinn fyrir veturinn svo við erum bara klár ef eitthvað bregður út af.“ Viðvaranir áfram í gildi og fólk beðið um að fara varlega Gul veðurviðvörun er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum vegna hvassviðris og snjókomu. Viðvörunin gildir á Suðurlandi fram á miðnætti en til tvö og þrjú í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Suðausturlandi. Áfram er varað við veðri á Vestfjörðum fram til hádegis á mánudag þar sem nú er norðaustan hríð og 18 til 25 metrar á sekúndu. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17. október 2021 19:47 Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Að öðru leyti hefur þetta bara sloppið frekar vel,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Óhætt sé að segja að síðasti sólarhringur hafi gengið betur en útlit var fyrir og þá einkum á Suðurlandi þar víða var mjög hvasst og sterkar vindhviður. „Við bara fögnum því að fólk hefur sennilega farið varlega,“ bætir Davíð við. Björgunarsveitirnar búi nú að því að hafa fengið tvær góðar haustlægðir snemma á árinu en ofsaveður og appelsínugular viðvaranir voru í gildi fyrir hluta landsins í lok september. Þar með sé tryggt að sveitirnar séu komnar í vetrargírinn. „Þá fóru björgunarsveitir mjög víða um land að undirbúa búnaðinn fyrir veturinn svo við erum bara klár ef eitthvað bregður út af.“ Viðvaranir áfram í gildi og fólk beðið um að fara varlega Gul veðurviðvörun er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum vegna hvassviðris og snjókomu. Viðvörunin gildir á Suðurlandi fram á miðnætti en til tvö og þrjú í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Suðausturlandi. Áfram er varað við veðri á Vestfjörðum fram til hádegis á mánudag þar sem nú er norðaustan hríð og 18 til 25 metrar á sekúndu.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17. október 2021 19:47 Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17. október 2021 19:47
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23