„Þetta skapaði svarthol innra með mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2021 09:01 Ljósmyndarinn og Trendnet bloggarinn Helgi Ómarsson sagði frá sinni reynslu í þættinum Sagan þín er ekki búin. Stöð 2 „Ég flyt til Köben 2012, þar sem ég hitti ástina í lífi mínu, að ég vildi meina,“ segir ljósmyndarinn og Seyðfirðingurinn Helgi Ómarsson. Hann ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. Helgi hefur verið í mikilli sjálfsvinnu síðustu ár, en hann hætti nýlega í átta ára ofbeldissambandi. „Ég þekkti svo sannarlega depurð þegar ég var yngri, eins og hver annar unglingur.“ Hann segir að þetta samband hafi þó breytt lífi sínu. Hann komst út úr sambandinu á síðasta ári. „Þetta samband byggðist mjög mikið á andlegu ofbeldi, sem ég sá ekki. Ég vissi að ég væri að fara að bjarga honum, ég vissi að ég væri að taka að mér ákveðið verkefni. Ég taldi mig svo sannarlega nógu sterkan til að gera það.“ Blindur á ástandið Helgi segir að hann hafi verið búinn að leita sér að alls konar svörum. „Ég lofaði mér því, sem þessi andlegi krúttlegi Íslendingur, að ég myndi bara kenna honum. „Ég skal elska þig í gegnum allt saman, ég skal elska þig þangað til þú getur verið þú sjálfur með mér og þarft ekki að spila þennan leik.“ Þetta var bara rosalega skrítið af því að þegar maður er kominn inn í svona aðstæður, að vera í ofbeldissambandi og sjá það ekki,“ útskýrir Helgi. „Maður verður blindur.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sagan þín er ekki búin - Helgi Ómarsson Myrkrið var algjört Eftir að Helgi hætti í sambandinu flutti hann aftur heim til Íslands. Leitaði hann þá meðal annars til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir að vera hérna í dag því mér finnst þessi samtök vera svo mikilvæg. Eitt af því síðasta sem ég sagði við fyrrverandi var, „Ég var sólin áður en ég hitti þig og allt í einu varð ég að engu.“ Þetta er rosalega skýrandi fyrir það hvernig mér leið í desember og janúar þegar ég fæ þetta endanlega taugaáfall, hvað var í gangi? Hvað er þetta?“ Helgi segir að þetta sé eiginlega sturlað, hann hafi aldrei grunað að hann gæti endað á þessum stað að íhuga að taka eigið líf. „Myrkrið var algjört og vonleysið var algjört.“ Ógnandi að hugsa þetta Hann hugsaði með sér að hann var óhamingjusamur, ónýtur og brotinn í sambandinu en ennþá eyðilagðari án hans. „Þetta skapaði svarthol innra með mér,“ útskýrir Helgi. „Allt í einu meikaði sjálfsvíg „sens“ fyrir mér. Það var það hrikalegasta og hræðilegasta, mest ógnandi hlutur, sem ég hef upplifað. Nú skil ég líka betur hvað þetta er og hvert maður fer.“ Helgi segir að hann hafi samt átt erfitt með að leita sér hjálpar, því honum fannst hann vera að taka pláss eða tíma frá einhverjum öðrum. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vita að við eigum rétt sem einstaklingar á að leita okkur hjálpar, undir öllum kringumstæðum.“ Barátta upp á dag Hann segir mikilvægt að leita sér aðstoðar, áður en það er of seint. „Ef einhver þarna úti er í andlegu ofbeldissambandi, eða hefur verið, þetta er rosaleg barátta upp á dag. Að líða eins og maður sé ekkert, tómur, að það er búið að taka af þér allt. Að ást skuli vera ofbeldi og manneskjan sem á að elska þig, eyðileggur þig. Þetta er rosalega alvarlegt og ég bið alla um að hafa hugrekkið til að leita sér hjálpar hvort sem það er í sjálfsvígshugsunum eða bara búinn á því.“ Sjálfur fór hann á þann stað að liggja uppi í rúmi og hugsa um það hvernig hann gæti tekið eigið líf. „Það er sá staður sem er svo hræðilegur, ég get ekki lýst því.“ Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í spilaranum hér fyrir neðan. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Múlaþing Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52 Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Hann ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. Helgi hefur verið í mikilli sjálfsvinnu síðustu ár, en hann hætti nýlega í átta ára ofbeldissambandi. „Ég þekkti svo sannarlega depurð þegar ég var yngri, eins og hver annar unglingur.“ Hann segir að þetta samband hafi þó breytt lífi sínu. Hann komst út úr sambandinu á síðasta ári. „Þetta samband byggðist mjög mikið á andlegu ofbeldi, sem ég sá ekki. Ég vissi að ég væri að fara að bjarga honum, ég vissi að ég væri að taka að mér ákveðið verkefni. Ég taldi mig svo sannarlega nógu sterkan til að gera það.“ Blindur á ástandið Helgi segir að hann hafi verið búinn að leita sér að alls konar svörum. „Ég lofaði mér því, sem þessi andlegi krúttlegi Íslendingur, að ég myndi bara kenna honum. „Ég skal elska þig í gegnum allt saman, ég skal elska þig þangað til þú getur verið þú sjálfur með mér og þarft ekki að spila þennan leik.“ Þetta var bara rosalega skrítið af því að þegar maður er kominn inn í svona aðstæður, að vera í ofbeldissambandi og sjá það ekki,“ útskýrir Helgi. „Maður verður blindur.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sagan þín er ekki búin - Helgi Ómarsson Myrkrið var algjört Eftir að Helgi hætti í sambandinu flutti hann aftur heim til Íslands. Leitaði hann þá meðal annars til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir að vera hérna í dag því mér finnst þessi samtök vera svo mikilvæg. Eitt af því síðasta sem ég sagði við fyrrverandi var, „Ég var sólin áður en ég hitti þig og allt í einu varð ég að engu.“ Þetta er rosalega skýrandi fyrir það hvernig mér leið í desember og janúar þegar ég fæ þetta endanlega taugaáfall, hvað var í gangi? Hvað er þetta?“ Helgi segir að þetta sé eiginlega sturlað, hann hafi aldrei grunað að hann gæti endað á þessum stað að íhuga að taka eigið líf. „Myrkrið var algjört og vonleysið var algjört.“ Ógnandi að hugsa þetta Hann hugsaði með sér að hann var óhamingjusamur, ónýtur og brotinn í sambandinu en ennþá eyðilagðari án hans. „Þetta skapaði svarthol innra með mér,“ útskýrir Helgi. „Allt í einu meikaði sjálfsvíg „sens“ fyrir mér. Það var það hrikalegasta og hræðilegasta, mest ógnandi hlutur, sem ég hef upplifað. Nú skil ég líka betur hvað þetta er og hvert maður fer.“ Helgi segir að hann hafi samt átt erfitt með að leita sér hjálpar, því honum fannst hann vera að taka pláss eða tíma frá einhverjum öðrum. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vita að við eigum rétt sem einstaklingar á að leita okkur hjálpar, undir öllum kringumstæðum.“ Barátta upp á dag Hann segir mikilvægt að leita sér aðstoðar, áður en það er of seint. „Ef einhver þarna úti er í andlegu ofbeldissambandi, eða hefur verið, þetta er rosaleg barátta upp á dag. Að líða eins og maður sé ekkert, tómur, að það er búið að taka af þér allt. Að ást skuli vera ofbeldi og manneskjan sem á að elska þig, eyðileggur þig. Þetta er rosalega alvarlegt og ég bið alla um að hafa hugrekkið til að leita sér hjálpar hvort sem það er í sjálfsvígshugsunum eða bara búinn á því.“ Sjálfur fór hann á þann stað að liggja uppi í rúmi og hugsa um það hvernig hann gæti tekið eigið líf. „Það er sá staður sem er svo hræðilegur, ég get ekki lýst því.“ Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í spilaranum hér fyrir neðan. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Múlaþing Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52 Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00
Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00