Var nauðgað í fullri lest á meðan aðrir farþegar sátu hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 09:23 Árásin stóð yfir í átta mínútur áður en lögreglumaður kom um borð og handtók árásarmanninn. Getty/Bastiaan Slabbers Lestarfarþegar í Fíladelfíu sátu hjá og gerðu ekkert á meðan konu var nauðgað í lestarvagninum á miðvikudagskvöld. Ekki einn farþeganna brást við á meðan á árásinni stóð og enginn hringdi í neyðarlínuna að sögn yfirvalda í Fíladelfíu. Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira