Biðst afsökunar á eineltinu Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 08:01 Jeanette Ottesen er að gefa út bók þar sem hún segir sína sögu nú þegar sundferlinum er lokið. EPA/PATRICK B. KRAEMER Sundkonan Jeanette Ottesen viðurkennir í nýútkominni bók sinni að hafa tekið þátt í því að leggja liðsfélaga sinn í danska landsliðinu, Lotte Friis, í einelti um árabil. Ottesen og Friis eru 33 ára gamlar og unnu hvor um sig til verðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Orðrómur var uppi um það eftir Ólympíuleikana í London að þær væru óvinkonur en í viðtali við B.T. kváðu þær þann orðróm niður. Nú hefur Ottesen hins vegar viðurkennt, og beðist afsökunar á, sínum þætti í einelti í garð Friis sem hún segir danska sundhópinn hafa stundað: „Það voru sérstaklega strákarnir sem voru slæmir, og þeir gerðu grín að Lotte bæði fyrir framan hana og þegar hún heyrði ekki til. Þetta gat verið eitthvað varðandi það að hún væri með stóran rass, að hún væri þyngri en hún ætti að vera, að hún væri feit, hvernig hún synti, fötin sem hún klæddist eða sundgleraugun sem hún notaði,“ skrifaði Ottesen í bókina sína, sem TV 2 Sport hefur birt kafla úr. Lotte Friis á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi á leikunum í Peking 2008.Getty Fulltrúi samtaka sem berjast gegn einelti Ottesen segist hafa tekið þátt í eineltinu með því að segja ekki frá því heldur hlæja frekar að því þegar aðrir stríddu Friis. Nú er Ottesen fulltrúi samtaka sem berjist gegn einelti og segist ekki geta ímyndað sér neitt hræðilegra en að dóttir sín lendi í einelti. Það sé böl sem þurfi að útrýma. Hún viti það núna og einnig að aldrei sé of seint að biðjast afsökunar. „Ég man ekki hvort ég bað Lotte afsökunar. En ef ég gerði það þá vil ég endurtaka það hérna: Fyrirgefðu Lotte. Ég sé eftir hverju einasta skipti þar sem ég hló eða þér fannst ég vera að taka þátt í eineltinu. Ég harma það. Það var ekki í lagi og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta,“ skrifaði Ottesen. Ottesen lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en Friis hætti árið 2017. Friis, sem starfar í dag hjá DR, sagðist í samtali við Ekstra Bladet ekki vilja tjá sig um skrif Ottesen fyrr en að hún hefði lesið bókina. Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Ottesen og Friis eru 33 ára gamlar og unnu hvor um sig til verðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Orðrómur var uppi um það eftir Ólympíuleikana í London að þær væru óvinkonur en í viðtali við B.T. kváðu þær þann orðróm niður. Nú hefur Ottesen hins vegar viðurkennt, og beðist afsökunar á, sínum þætti í einelti í garð Friis sem hún segir danska sundhópinn hafa stundað: „Það voru sérstaklega strákarnir sem voru slæmir, og þeir gerðu grín að Lotte bæði fyrir framan hana og þegar hún heyrði ekki til. Þetta gat verið eitthvað varðandi það að hún væri með stóran rass, að hún væri þyngri en hún ætti að vera, að hún væri feit, hvernig hún synti, fötin sem hún klæddist eða sundgleraugun sem hún notaði,“ skrifaði Ottesen í bókina sína, sem TV 2 Sport hefur birt kafla úr. Lotte Friis á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi á leikunum í Peking 2008.Getty Fulltrúi samtaka sem berjast gegn einelti Ottesen segist hafa tekið þátt í eineltinu með því að segja ekki frá því heldur hlæja frekar að því þegar aðrir stríddu Friis. Nú er Ottesen fulltrúi samtaka sem berjist gegn einelti og segist ekki geta ímyndað sér neitt hræðilegra en að dóttir sín lendi í einelti. Það sé böl sem þurfi að útrýma. Hún viti það núna og einnig að aldrei sé of seint að biðjast afsökunar. „Ég man ekki hvort ég bað Lotte afsökunar. En ef ég gerði það þá vil ég endurtaka það hérna: Fyrirgefðu Lotte. Ég sé eftir hverju einasta skipti þar sem ég hló eða þér fannst ég vera að taka þátt í eineltinu. Ég harma það. Það var ekki í lagi og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta,“ skrifaði Ottesen. Ottesen lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en Friis hætti árið 2017. Friis, sem starfar í dag hjá DR, sagðist í samtali við Ekstra Bladet ekki vilja tjá sig um skrif Ottesen fyrr en að hún hefði lesið bókina.
Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira