Lífið

Jón Axel selur ein­staka perlu við Skorra­dals­vatn og báturinn fylgir með

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bústaðurinn er á besta stað við Skorradalsvatn.
Bústaðurinn er á besta stað við Skorradalsvatn.

Jón Axel Ólafsson hefur sett á sölu sumarhús sitt Fitjahlíð52, við Skorradalsvatn. Um er að ræða glæsilegan sumarbústað með bátaskýli. 

Húsið er staðsett innarlega við Skorradalsvatn. Það er einstaklega smekklegt og flott og umrkingt trjám og fallegum gróðri. Húsið var upphaflega byggt árið 1994 og árið 2012 var byggt við nýtt hús og eldra endurnýjað. Heildarstærð með svefnlofti og kjallara er um 120 fermetrar samkvæmt Fasteignavef Vísis

Árið 2012 var byggt bátaskýli sem er um 40 fermetrar, með stórri hurð og braut út í vatnið fyrir hraðbát. Hýsir það bátinn og einnig notað sem veisluhús þegar það á við. Hraðbátur með utanborðsmótor fylgir með í kaupunum.

Myndir af þessari skemmtilegu eign má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×