Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2021 15:05 Ragnhildur Helgadóttir er nýlega tekin við sem rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira