Innlent

Dásamlegt fólk sem á betra skilið en að samskiptum þeirra sé lekið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir.
Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

„Það eru öll kerfi starfhæf og það mun væntanlega taka einhverjar vikur að komast að því hvað nákvæmlega gerðist, alveg óháð því hvort það verði frekari afleiðingar,” segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.

Líkt og greint var frá í dag sætti háskólinn tölvuárás í síðustu viku þar sem tölvupóstar voru dulkóðaðir, með kröfu um lausnargjald upp á 1,3 milljónir króna. Ragnhildur segir þetta eiga við um tölvupósta starfsmanna en tekur fram að ekki sé útlit fyrir að um skipulagða árás hafiverið að ræða.



Mikilvægt að styðja fólk

„Við getum þó ekki útilokað það [að tölvupóstar leki út] en það eru sérfræðingar frá Syndis, Advania og lögreglunni að störfum. Við höfum verið að ná utan um þetta og munum halda því áfram og ef það verður leki þá virkjum við aðgerðaráætlun og setjum upp upplýsingaborð,” segir hún. Afar færir sérfræðingar vinni í málinu, ekki síst að áætlun um hvernig hægt verði að lágmarka skaða ef hann á annað borð verði.

„Ef ef til þess kemur þá þurfum við að styðja alveg ógurlega vel við okkar fólk, þá sem verið er að brjóta friðhelgi á, bæði starfsmenn og nemendur. Þessi vinnustaður er háskóli þar sem vinnur dásamlegt og afskaplega venjulegt fólk sem á miklu betra skilið heldur en að samskiptum þess og hugsanlega einkamálum sé lekið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×