Klopp veit ekki hvort Salah verði áfram hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 07:30 Mohamed Salah fagnar einu marka sinna í Meistaradeildinni með þeim Curtis Jones og Jordan Henderson. EPA-EFE/JOSE COELHO Mohamed Salah á sannarlega sviðið hjá Liverpool liðinu þessa dagana en með frábærri frammistöðu leik eftir leik er hann að gera tilkall til þess að vera besti fótboltamaður heims í dag. Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira