Neville segir að það séu fjögur vandamál í klefanum hjá Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 09:30 Cristiano Ronaldo byrjaði vel í endurkomunni hjá Manchester United en átti ekki góðan leik um helgina. Getty/Visionhaus Gary Neville þekkir Manchester United betur en flestir og hann hefur sína skoðun á því sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þarf að gera á næstunni. Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira