Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 13:22 Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem þáttastjórnandi í Silfrinu á RÚV. Egill Helgason sér áfram um þáttinn og munu einhverjir hlaupa í skarðið fyrir Fanneyju þar til annar verður varanlega ráðinn. Vísir Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu. Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira